Færsluflokkur: Bloggar

Greidd skuld glatað fé.

Ég get því miður ekki annað séð en að bankarnir séu búnir að taka skortstöðu gagnvart íslenskri krónu því miður. Þeir fella krónuna á þessum tímapunkti til að ná að sýna meira af eigið fé á uppgjörinu.

Er ekki kominn tími til að skoða hvað er það sem veldur þessari niðursveiflu á 3 mánaðar tímabili? Þarf grunnskólabarn til að sjá út úr þessu eða er fókusinn svo mikill erlendis að það er ekki gefin dýrmætur tími í að rannsaka þetta atriði.

Eru bankarnir farnir að forða sér undan ábyrgðinni með því að greiða ekki skuldir sínar í von um að þetta komi upp fljótlega vegna aðgerða sem gripið var til í BNA í síðustu viku, en er það komið í gegn, það var komið í dag um 17:30 en svo komu fréttir af því að það að það væri ekki búið að ná samkomulagi kl.18:00. Ég vona innilega að BNA takist að gera eitthvað af viti til að minnka þessa óvissu sem ríkt hefur á markaðnum í nærri 20 mánuði, eða frá því að þessi vafningsbréf komu upp á yfirborðið.

Það er kannski best að hugsa sem svo að með því að greiða ekki skuldirnar gæti verið að þær lækki fljótlega, þess vegna datt mér þetta í hug “Greidd skuld, glatað fé”

Meira síðar....

FB..


Gæti orðið svartur 15.september

Það er stundum einfalt að meta stöðuna eftir á en nú gæti orðið vendipunktur í fjármála(samdrætti) kreppunni sem ekki átti að vera til né vera væntanleg (einginn óverðurský á lofti).

Ég er ekki að óska mér þessa ástands en hef verið að benda á að þetta væri í uppsiglingu eða í aðsigi.

Þó að Lehman banki sé ekki starfandi hér á landi koma áhrif á falli hans til með að hafa enn frekari áhrif á íslenska hagkerfið, til hins verra.

 

Eitt er víst að fjármálastjórnendur líferyissjóðanna verða ekki síður baggar á sjóðunum en öryrkjar voru taldir vera af einmitt þeim sömu aðilium, þeir kröfðust þess að sjóðirnir yrðu aflúsaðir af þessum sjóðsfélögum, þannig að það hlýtur að koma út úr þessari niðurskráningu á lífeyrisréttindum hina almenna sjóðsfélaga.

 

Það er reyndar eitt atriði sem gæti gerst einnig það er að trúverðuleiki fjármálafyrirtækja hlyti afhroð og að okkar fjármálafyrirtæki gætu lent í enn verra endurfjármögnunar umhverfi, sem hingað til hefur verið talið vera slæmt ástand.

meira síðar.....

FB..


Hvað ef, er mjög gott að segja eftir á.

Við sjáum það í dag að það væri þjóðhagslega séð mjög hægkvæmt ef Kaupþing færi úr landi með allt sitt að meðtalinni áhættunni sem þeirra starfsemi fylgir. Gefum okkur að Davíð Oddsson hafi nú ekki sett sig svona mikið upp á móti því þegar Kaupþing vildi breyta eða færa uppgjör sitt yfir í evrur, þá hefði íslenska krónan losnað undan þeirri áhættu sem fylgir starfsemi Kaupþings og dýfan hefði orðið mun minni, kannski enn minni því eflaust hefðu fleiri fyrirtæki fylgt í kjölfarið, þá hefði markaðurinn hin marg umræddi tekið fram fyrir hendurnar á stjórnvaldinu sem er valdhöfum á hverjum tíma alls ekki að skapi, með þeim hætti að auka hefði þurft gjaldeyrisforða landsmanna vegna þessa þarfa sem bankakerfið var búið að koma framfæri.

Davíð Oddson er góður stjórnandi en hann er ekki mikill hagfræðingur því hann vill ætíð að allt sé eins og hann vill að það verði, það er bara þannig með suma hluti þeir hafa sjálfstæðan vilja sem erfitt er að sjá fyrir.Við eigum eftir að sjá dýpri niðursveiflu en sennilega heldur hagkerfið sér gangandi meðan það verður ekki stórfellt atvinnuleysi, en um leið og það gerist að það fer að vanta atvinnu kemur stór skriða sem fer með íslenskt samfélag langt niður og allur sá ávinningur sem unnist hefur á síðustu árum hverfur.

Fólk er að draga saman í neyslu og borga sínar afborganir meðan það hefur vinnu en um leið og sú forsenda hverfur verður hrun á íslensku hagkerfi. Afskriftir Banka (Fjárfestinga fyrirtækja) koma þá til með að aukast vegna vanskila og þá verður róðurinn orðin töluvert erfiðari en hann er í dag.

Framleiða, framleiða, framleiða og enn og aftur framleiða. Þetta eru góð og gild rök en því miður er það bara að verða of seint, því framleiðendur út í heimi eru farnir að draga saman í innkaupum á hrávöru. Ástæðurnar eru misjafnar sumir trúa einfaldlega ekki að verðið á framleiðsluvörunni haldi áfram að hækka, þeir eru því farnir að draga úr framleiðslu til að sitja ekki uppi með allt of dýra framleiðslu vöru þegar markaðurinn neitar að greiða svona hátt vöruverð á framleiðslunni. Aðgengi að fjármangin hefur einnig áhrif þar sem það er dýrt og erfitt að nálgast það sem leiðir af sér dýrari framleiðsluvöru sem verður svo ekki hægt að losna við nema á verði sem er undir framleiðslukostnaði.

Plasmaskjáir eru ekki tæki til að meta efnahagsástand það er nokkuð víst meðan skatta kerfið er eins og það er. Það er regin hneyksli að það skuli vera fleiri þúsund mans á Íslandi sem greiðir ekki til samfélagsins sem það býr í, það bara gengur ekki upp því miður í mínum huga. “Þessu fólki” munar ekkert um að kaupa Plasmaskjái og annan tækjabúnað, sem hin venjulegi almenni launþegi er að láta sig dreyma um að eignast þegar þeir lækka í verði innan næstu 10 ára.

meira síðar....

FB...


Aðeins mýkri mál

Það eru 101 ár síðan Amma mín fæddist hún var mjög svo blíð kona með einfaldar þarfir og ákveðið markmið og þegar því var náð var eins og hún biði eftir að efriárum sínum myndi ljúka. Hún sagði oftar ein einu sinni að hún yrði ekki degi eldri en 85 ára eins og móðir sín, en hún varð samt sem áður 93 ára.Ég var þeirra gæfu aðnjótnadi að vera með henni og nær henni en flestir í 40 ár, hún tók mig að sér þegar ég var 3 ára og ól mig upp til fullorðins ára.

Ég var henni töluvert efriður og baldinn (sennilega rítalína barn í dag) sem unglingur en ég bar allatíð mikla virðingu fyrir henn og geri enn. Hún kendi mér góða siði og reyndi eftir sinni bestu vitund að koma mér til manns og mennta. Menntun var í hennar augum ekki nauðsynleg en að vinna var það sem hver maður skildi gera og halda sér við að framkvæma hana.

Nú eru liðin 101 ár frá fæðingu hennar og mér finnst stundum enn að hún standi hjá mér og segi einhver blíðleg orð við mig þó að það komi fyrir að mér finnist að hún segi við mig hvaða slugsaragangur er þetta í þér Figgi minn þú getur þetta alveg, það er bara að byrja þá sérðu að þú kannt þetta allt, en þú þarft að byrja fyrst ekki gleyma því.

Hún á semsagt afmæli í dag 9.ágúst hún Ágústa Jónsdóttir og hefði orðið 101 árs og ég hef verið að hugsa mikið til hennar í dag, hvort hún væri ekki bara sátt við hann Figga sinn og það sem hann hefur verið að gera síðustu árin. Ég held að svo sé því það er orðið svo lagnt síðan ég fann fyrir henni síðast þannig að hún hefur ekki haft neinar ástæður til að koma og beina mér inná réttar brautir.

FB.... ekki meira um þetta að sinni.


Glitnir á að greiða laun starfsmanna Mest

Þeir starfsmenn Mest sem sagt var upp störfum og fengu ekki laun sín greidd eiga að gera kröfu á hendur Glitni samkvæmt lögum nr. 72/2002.Lögin eru byggð á tilskipun Evrópusambandsins og þau eru ófrávíkjanleg þannig að ekki er hægt að semja sig undan þeim.

Aðilaskipti að fyrirtæki geta orðið með ýmsu móti, eins og á grundvelli kaupsamnings, leigusamnings eða annarskonar samnings eða ákvörðunar (yfirtaka á rekstri eins og Glitnir gerði) sem felur í sér framsal á rekstri frá einum atvinnurekanda til annars. Samruni fyrirtækja flokkast því undir aðilaskipti í skilningi laganna.

Á atvinnurekanda hvílir upplýsingaskilda vegna aðilaskiptanna. Starfsmenn eiga rétt á upplýsingum um eftirfarandi atriði:

Dagsetningu aðilaskiptanna

Ástæðu sem liggja til grundvallar aðilaskiptanna

Lagaleg, efnahagsleg og félagsleg áhrif aðilaskiptanna fyrir starfsmenn

Hvort einhverjar ráðstafanir vegna aðilaskiptanna séu fyrirhugaðar í sambandi við starfsmenn.

Við aðilaskipti færast réttindi og skyldur atvinnurekanda samkvæmt ráðningasamningi sem fyrir hendi er á þeim degi sem aðilaskipti eiga sér stað yfir til hins nýja atvinnurekanda.  

Lögin kveða á um að atvinnurekanda sé óheimilt að segja starfsmanni upp störfum vegna aðilaskipta nema efnahagslegar, tæknilegar eða skipulagslegar ástæður séu fyrir hendi sem hafi í för með sér breytingar á starfsmannahaldi fyrirtækisins.

Nýjum atvinnurekanda ber að virða launakjör og starfsskilyrði samkvæmt kjarasamningi með sömu skilyrðum og giltu fyrir fyrri atvinnurekanda. Áunnin réttindi starfsmanna, eins og orlofsréttindi eða veikindaréttur, flytjast jafnframt með yfir til nýs atvinnurekanda.

Einnig má benda á dóm Hæstaréttar nr.165/2002 sem má staðfæra á þetta mál þó að það sé ekki nákvæmlega eins og þetta mál.FB.... meira síðar.


Bubbi Góður!

Segi og skrifa bomba “boba” sagði Bubbi einhvertímann og þegar Johnseninn sagði “Bubbi er góður” í Brekkusöngnum gat undirritaður ekki annað en hugað að fyrsta skiptinu sem hann var viðstaddur þennan yndislega atburð. Ég er ekki klár á árinu en staðurinn er á hreinu það var vestan við gamla Golfskálann. Ég man eftir nokkrum andlitum og það voru allt skátar og var alls ekki stórt númer á dagskránni, kannski kvöldvaka eða  varðeldasöngur ef ég man rétt.Nú hefur Johnseninn 13.000 manna Brekkukór en þarna voru kannski 50 til 70 mans, þannig að þetta hefur aukist verulega og er í allastaði yndislegt.

Ég myndi taka ofan minn hatt ef hann væri ekki löngu tíndur með öllum prikakassanum, en þetta er bara ein af þeim stundum sem allir þurfa að upplifa og sannreyna þvílíkan dýrðar anda og samkennd sem þarna kemur svo ólýsanlega fram, og Dansinn dunar enn framá morgunn og göngum síðan saman götuna..............Ég veit þú kemur í kvöld til mín....... Þjóðhátíð kemur aftur að ári og ég skora á alla þá sem ekki hafa þegar upplifað þennan atburð að taka frá daga til að ná þessu sem ekki er hægt að lýsa með orðum.

FB.. meira síðar

Málshættir eru snild.

Málshættir

Ég las einhversstaðar blogg um daginn með málshætti, minnir að það hafi verið vélfræðingurinn Anna, þar sem farið var með málsháttinn "Margur heldur mig sig", ég las bloggið og fannst það í alla staði gott en það sem sat eftir var minningin um afbökun á þessum málshætti, sem átti eiginlega betur við innihald bloggsins en umræddur málsháttur.

Það er bara þannig með þá aðila sem eru að henda fram þessum háttum, því ekki er hægt að kalla þá málshætti að þeim tekst að snúa og afbaka þá með ótrúlegum hætti.

Jæja það var verið að ræða málin þegar þessi aðili sagði og meinti það innilega "Margur heldur sjálfan sig". Þeir sem lásu þetta blogg hjá vélfræðingnum sjá að þetta á jafnvel enn betur við innihald greinar hennar.

Starfsheiti

Hvað stendur starfsheiti fyrir er það stöðutákn, menntun eða valskynjun? Valskynjun er það sem viðkomandi vill sjálfur eða telur sig vera og trúir því, þetta getur átt við þröngann hóp eða einstakling alveg jafnt og stórann hóp einstaklinga. Fordómar koma til vegna hræðslu við það sem fólk þekkir ekki og einnig vegna fáfræði eða skort á fræðslu um málefnið eða aðstæður.

Ég tel að ef þér sem einstaklingi líkar það starfsheiti sem er í þínu umhverfi þá notar þú það og það er í raun og veru ekki nokkur maður sem getur breytt því hvað þér finnst nema með umræðum og þá ef vera vill með heilaþvotti. Því ef þú endurtekur hlutina nægjanlega oft kemur að því að það sannfærast einhverjir á endanum, en var það tilgangurinn að fá aðra til að taka undir það sem þér finnst, var ekki nægjanlegt að hafa þína trú á þinni tilveru?

FB.. meira síðar


Hvað er að gerast!

 

Hvað er að gerast, þegar við erum að sigla inní mjög mikla óvissu á næstu mánuðum og jafnvel árum. Var hægt að sjá þetta fyrir og var þá hægt að búa sig undir þetta ástand? Ég ætla að reyna að svara þessum liðum í mjög svo stuttu máli.

Grunnhygginn maður myndi segja það sem fer upp kemur niður aftur, var það vandamálið að sjá það fyrir að það sem var að gerast á Íslandi myndi ganga til baka? Ég segi einfaldlega nei það var töluverð mikil vissa um að þetta ástand myndi ganga til baka, á einhverjum tímapunkti. Þá er það spurning hvað var gert til að undirbúa jarðveginn fyrir því ástandi, það var einfaldlega látið ráðast hvernig þetta ætti eftir að þróast og er gert enn, því ástandið á ríkiskassanum er ekki svo alvarlegt enn, hvers vegna? því þar hefur nú þegar orðið aukning á innkomu, en hvers vegna hefur orðið aukning þegar kaupmáttur er að hröð lækka, jú sjáðu til tekjur ríkisins eru gengistryggðar því þar er um vörugjald og tollagjöld sem eru einingartengd innkaupsverði, söluskattur er einingartengdur söluverði sem hefur hækkað til samræmis við lækkun á gengi krónuar og við heldur hlutfallinu, neytendum og almenningi til óhagræðis.

Laun eru gengistengd evru, það hefur komið fram, en hvernig, jú sjáðu það er skoðað 3 dögum fyrir mánaðarmót hver staðan á evrunni er og launin reiknuð út samkvæmt því. Þetta er nánast það sama og segja að þú getur verslað evrur fyrir mánaðarlaunin þín á hverjum mánuði í stað þess að tengja launin við ákveðna stöðu krónuar gagnvart evru á ákveðnum tímapunkti, sem dæmi 1.janúar 2008 þannig nálgun gæfi launþegum visst öryggi gagnvart þeim sveiflum, var einhver skortur á skilningi þessarar virkni? Eða átti að ná allri hækkuninni til sín án frekari aðgerða, það er sama nálgun og er viðhöfð af núverandi stjórnvöldum, sjá til og skoða málið ef það versnar eða hallar á okkar hlut á tímabilinu þá gerum við einkvað í þeim málum annars ekki neitt.

Þegar bankakerfinu var breytt 1985 og síðan aftur 2003 verður löggjafanum á einföld mistök sem liggja í því að tryggja að viðkomandi starfsemi skerði ekki né hafi áhrif á stöðu íslenska hagkerfisins. Þannig að þeir séu skyldugir að tryggja sínar fjárfestingar og lánastarfsemi með svokölluðum gengistryggingum, því annars er engin lógrísk hugsun sem styður við þennan gjörning nema að leyfa erlendum fjárfestingarfélögum og lánastarfsemi að hafa hér aðsetur, í stað þess að skilyrða starfsemina þannig að hún þurfi að vera í að minnstakosti 50% í eigu einstaklinga sem búsettir eru hér á landi eða hafi hér fasta búsetu. Hvað er hér á ferðinni annað en hagsmunagæsla auðsins. Hér átti fyrst á annað borð var farið í að leyfa þessa útrás að opna fyrir alla möguleika ekki leyfa eða gera einum aðila hærra undir höfði en öðrum, svo kölluð meginregla að mismuna ekki einstaklingnum innan samfélagsins, því með þessu móti var verið að leyfa fjármagni fjármálafyrirtækja að fljóta sem kallað er en fjármálum einstaklinga ekki, þeirra fjármál yrðu bundinn af útkomu þessarar útrásar.

Lífeyrissjóðirnir eru svo stórir að þar eru nægir fjármunir til að lána ríkinu þessa 5 til 800 milljarða sem þarf til að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans. Ég segi einfaldlega ef það á að fara að nota lífeyrissjóðina myndi ég vilja leggja þá niður um leið, þó að þeir hafi sýnt að þeirra uppbygging hafi verið skynsamleg, á þá að fara að rústa þeim einnig? Ég vill mikið frekar hafa minn eigin sjóð á hreinu og ég ræð því á hverjum tímapunkti hvernig ávöxtun er á þeim sjóði því þetta er minn ellilífeyrissjóður ekki varasjóður stjórnvalda. Reyndar sýnist mér að þar eigi að fara að breyta töluvert miklu þar sem á að byggja upp nýtt öryggisnet fyrir almenning, til að skapa svigrúm fyrir sjóðina til að stunda eða taka meiri þátt í fjármálamarkaði almennt, því þeir eru svo traustir og stórir. Hvers vegna eru þeir svona stórir og traustir vegna þess að þeir hafa takmarkað leyfi til að stunda eða vera í viðskiptum á fjármálamarkaði.

Meira síðar ef tíminn leyfir.


All verulega hvítt yfir að líta.

Ég ætlaði bara að skreppa út og taka nokkrar myndir af húsinu í snjónum en endaði með því að þurfa að fara í smá aukahring, Hjörtur kom á eftir mér og lokaði okkur úti þannig að við þurftum að fara niður í bæ til að ná í lykil, ég gerði bara gott úr þessu og smellti nokkrum myndum af bænum í leiðinni, ég vildi að ég hefði samanburð frá 1968 en það er nú bara í skólaminningunni þannig að það er ekki að marka svo fjarlægar minningar. Þetta er eingu að síður mikill snjór og mikið af góðum sköfflum sem hafa myndast nú í dag.

Copy of P3020620

Myndin er kannski aðeins of blá en svona var bara útsýnið og byrtan.


Spennan magnaðist þegar Púff, ekkert rafmang lengur.

Góðan dag.

Já ég veit að það er langt síðan ég setti hér inn stafi síðast en ég er líka búin að vera í mikilli lægð og ekki haft nægan tíma til að sinna öllum þeim hlutum sem ég ætlaði mér að tækla í algjöru næði hvern í sníu lagi. Starfið er mjög skemmtilegt og það er nú einmitt vandinn það er svo krefjandi og verkefnin eru í þessu tilfelli raunveruleg verkefni, ekki að það skipti miklu máli hvernig maður vinnur sig út úr þeim og eða inní þau til að skilja þau betur, þá hefur verið of mikið að gera hjá mér frá áramótum, ég verð að fara að forgangsraða þessum atriðum svo að ég tækli þá alla saman.

Ég fór í kvimyndahús í kvöld nánar tiltekið í Regnbogann, stuttu eftir hlé dó á öllum vélum og neyðarlýsingin kom inn, það er rosalega erfitt að sitja og heyra rökin hjá yngrikynslóðinni ef rafmangið er farið af hvers vegna er þá ljós hér í salnum, Þetta eru nefnilega neyðarljós sem eiga að koma inn í svona tilfellum. Það sem vagki athygli mína var sú að þegar svona ástand eiga starfsmenn fyrirtækisins að tilkynna þetta til þeirra gesta sem eru í sölum kvikmyndahússins en það gerðist ekki fyrir en eftir um 30 mín, þá var okkur boðið að fá miðana endurgreidda og eða fá annan miða sem myndi gilda á allar sýningar kvikmyndahúsins. Ég taldi kannski 3 starfsmenn og gestir voru kannski 200, þetta atriði vagti athygli mína, þannig að ef neyðarástand skapast eru einungis 3 starfsmenn sem geta leiðbeint bíógestum hvert þeir ættu að fara og hvaða leiðir, getur verið að bíóin séu undirmönnuð þegar hættu ástand myndast. Ég hvet rekstaraðila bíóanna til að skoða þessa vinnuferla og huga vel að því hvernig bregðast á við þegar svona hlutir gerast.

Annars var myndin ekki svo skemmtileg að mér væri ekki alveg saman gerði þetta frekar fyrir Hjört að fara með hann á eina hasa ofur-hrylling-hetju-spennumynd Alien vs predator, en hasarinn var að fara að byrja þegar púffið kom og allt búið og við að fara heim, við fengum miðann endurgreiddann sem var eiginlega það minnsta sem hægt var að gera fyrir okkur bíógesti.

Ég veit ekki hvort ég eigi að fara að ræða rey-málið og allt það sem gerst hefur í pólitíkinni á síðustu vikum en mér er misboðið, þarna kom berlega í ljós valdafíkn vissra hópa og ekki snefill af virðingu við kjósendur sína, þetta er ekki þeira mál við erum við stjórnvöldin og ætlum okkur að halda þeim þó við séum að segja að við getum ekki hafnað góðu-valda-boði, án þess að hugsa neitt sérstaklega mikið út í það hvað þeir væru að gera.

Ég legg nú ekki í Alþingið þar hefur Solla styrða gleymt öllum sínum mótmælum varðandi frekari stóriðju, þetta eru lög og okkur ber að fara eftri þeim, er ekki mannseskjan að skilja það að það er hún sjálf sem ber að steja lög í landinu sem við hin almenniborgari eigum að bera virðingu fyrir og fara eftir þeim.  Geir Haarde er að upplifa nokkuð sem tveir af fyrirverandi formennflokksins hafa þurft að upplifa, þ.e.a.s flokkurinn gæti fallið inná við þar sem það mörg mál hafa komið upp sem þó nokkuð margir Sjálfstæðisflokksmenn eru alls ekki hrifnir af þeim uppá komum sem hafa gegnið yfir þá á síðustu mánuðum. Hvenær fara ráðamenn þessa lands að taka ábyrgð á gerðum sínum? Í Noregi var einn ráðherra að láta af störfum vegna þess að hún gat þess ekki við ráðningu Umboðsmans barna í Noregi að viðkomandi væri vinnkona sín. Hún þurfti að pakka saman en á Íslandi er það mistök að segja ekki satt og ekkert að því að ráða lekatrygganson fyrirverandi formann flokksins af því hann var hæfur. Mér finnst reyndar að nefndin hefði átt að segja að viðkomandi væri hæfur en ekki hvort hann er hæfari eða hæfastur, annað hvort hæfur eða ekki.

Í okkar alhýra er gjarnan talað um Bananalýðveldi þegar við erum að reyna að segja frá stjórnarfari með myndlíkindum því það er ekki hægt að festa það í hendi hvað þetta þýðir annað en að það sé allt til sölu og það sé um valdabrask að ræða, sem er gjarnan flokkað eftir fjölskyldum og öfgastefnu flokk í vinstri eða hægri, því bæði tilfellin eru þekkt.

Einn laufléttur í lokinn

Bella (ljóska) símadæma var að keyra á sínum ofur bleika bíl í vinnuna nú um daginn og henni fannst eitthva vera að detta ofan af bílnum fyrir framan sig, á næstu ljósum stoppar hún og skrúfar niður rúðuna og segir"HÆÆ ég er Bella Símamær það er altaf eitthvað að detta aftan af bílnum hjá þér elskan." Bílinn sinnir þessu engu og heldur áfram en á næstu ljósum var Bella orðin ákveðnari "HÆÆÆ Elskan ég er Bella Símamær ef þú hefur ekki tekið eftir því en það er altaf eitthvað að detta aftan af bílnum þínum, nú skrúfar bílstjórinn niður rúðuna hjá sér og segir "Góðan dag Jón heiti ég og er að dreifa salti á göturnar".

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband