EHF á alla þjóðina!

Ég var að reyna að slíta mig frá þessum pælingum en nú get ég ekki annað en pikkað nokkur orð vegna orða Katrínar, sem er væntanlega hluthafi í EHFinu hans Kristjáns? Viljið þið þá ekki bara EHF-væða okkur hin sem snöggvast? ég væri sáttur við það, allar tilbúnar skuldir færu í væntan eignarhlut okkar í eignum landsmanna sem búið var að veðsetja af 1% landsmanna án umboðs. Hver veitti annars þetta umboð?
Ég taldi að það væri ekki fræðilega hægt að setja eina þjóð í gjaldþrot en nú er ég að sjá að það er búið að setja þessa stoltu og fámenu þjóð í þá aðstöðu, því miður. Hvernig losnum við undan þessum ábyrgðum? Við ættum að geta losnað undan þeim, með þeim lögfræðilegu skilyrðum að við, sem þjóð, höfum verið neydd með ólögmætum hætti til samningsgerðarinnar.
Ég geri mér grein fyrir að þessar aðstæður eru ekki venjulegar og því kalla ég eftir aðgerðum hið fyrsta ekki yfirlýsingum heldur aðgerðum. Það stoðar lítið að svara fyrirspyrjanda með hugarsveimi, það þarf að fara að vinna að úrlausnum. Almenningur er að fara á límingum vegna misvísandi þvaðurs sem koma fram daglega í fjölmiðlum samtímans, þar sem samstarfsaðilar tala í kross, annar aðilinn talar um hluti sem gætu tekið 15 til 20 ár, meðan hinn er að tala um efnahagskrísu sem er skollin á og ekkert land undir fótum sem hin aðilinn virðist ekki gera sér grein fyrir að sé orðin hlutur.
Þessu ástandi hefur verið snúið í sjómannamál af þó nokkuð mörgum aðilum, talað er um brimskafla og leka á skútunni, er menn hættir að ausa þó að skipið sé komið á þurrt, það þarf að þétta skipið aftur áður en næsti skafla kemur, hann kemur það getið þið verið viss um, haldið áfram að ausa því það er vel hugsanlegt að við þurfum að deyja þreytt en ekki á bleiku púður skýi.
FB..

mbl.is Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er akkúrat það sem ríkisstjórnin reyndi með neyðarlögunum 6. október þ.e. Ísland ehf.  Vandamálið er aðrar þjóðir vilja ekki bekenna svona kennitölulakk en mér lýst vel á hugmyndina hjá þér að beita þessum neyðarlögum og leyfa öllum skuldurum innanlands kennitöluflakk.

Magnús Sigurðsson, 4.11.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband