24.3.2007 | 23:22
Hagsmunir pólitík og forgangsröðun.
Hver er munurinn á hagsmunum og pólitík, í mínum huga er hér um að ræða nánast sama atriðið. Þegar hagsmunir verða af pólitísku efni hafa nokkrir hópar mismunandi sýn á innihald hagsmunanna, þannig verða til mismunandi pólitískar áherslur og eftir það mismargir pólitískir flokkar, því allir vilja þeir meina að allir geti fundið sitt svið í sínum flokki.
Það er bara þannig að sumir flokkar forgangsraða hagsmununum og eru tilbúnir að fórna hagsmunum annarra hópa fyrir hagsmuni öflugri hópa innan flokksins eða stuðningsaðila flokksins. Þannig geta sömu hagsmunir fjölda hópa og eða fólksins í landinu orðið af fallbyssufóðri annarra hagsmuna sem gefa meira af sér, þó kannski ekki til heildarinnar sem samfélags því þannig samstöðu vilja þeir ekki efla, það á að efla einstaklinginn og hanns dugnað í alla staði, en bara ef hann er einn af þeim.
Það kemur fram í stjórnsýslulögum að ef ákvörðun yfirvaldsins skerðir rétt einstaklingsins eða eignir með stjórnvaldsaðgerðum, er stjórnsýslan skaðabótaskyld gagnvart viðkomandi einstaklingi. Ég ætla ekki að leggja mikið meira út frá þessum orðum í bili en þú getur velt þeim svolítið fyrir þér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)