Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ábyrgir aðilar á stöðunni

Það fer að líða að því að við getum farið að skoða hver eða hverjir eru ábyrgir fyrir þessari stöðu sem nú hefur komið upp á landinu.
Fyrst hefið ég viljað fá umræður um það hvernig þessi staða skapaðist, þá er ég ekki að tala um stærðina á upphæðunum, frekar hefði ég viljað að menn skoðuðu hvað var verið að gera hér á lánamarkaði.
Það var mikið framboð af skammtíma lánsfé á heimsmarkaði og ódýru. Hvað gerðu hinar íslensku fjármálastofnanir þeit tóku þessi ódýru lán sem voru ekki til langs tíma og endurlánuðu fjármagnið til allt að 40 ára með veðið í fasteignum. Þetta hafði áhrif á fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu nær eingöngu til hækkunar, þarna var ekki um verðmæta aukningu á fasteignum að ræða þannig séð, því það var hversu auðvelt var að fá lán til fasteignakaupanna sem olli því að fasteignir hækkuð í verði. Þetta ástand er ekki ósvipað undimálslánunum í BNA að því leiti að þarna var um yfirverð að ræða á fasteigninni sem lánveitandinn var búin að skapa og átti því að vita að veðhæfi fasteignarinnar var ekki fullnægjandi hefðbundnum veðkröfum.
Þetta magn af peningum skapaði síðan verðbólgu því það varð til mikið af umfram fjármunum með þessum hætti sem var alls ekki erfitt versla fyrir alls konar varning og þjónustu.
Þegar verðbólgan þrýsti upp kostnaði á hefðbundin íslensk lán var freistandi að skuldbreyta þeim íslensku yfir í myntkörfulán sem lækkuðu þar sem verðbólgan hafði ekki áhrif á myntkörfulánin en þau íslensku hækkuðu og hækkuðu í samræmi við verðbólguna sem myntkörfulánin voru að valda í þjóðfélaginu. Því þó að Seðlabankinn væri með háa stýrivexti til að ná niður verðbólgunni var aðgengi að myntkörfulánunum töluvert betra og lánin voru hærri sem þýddi að það var hægt að kaupa betri og dýrari fasteign með lægri lántökukostnaði eða hagstæðari kjörum.
Þegar svo fjármálastofnanir komu með þessi myntkörfulán sem tryggingu fyrir frekari lánum frá Seðlabankanum var augljóst að það var hægt að slá verulega á veðhæfni þessara krafna eða lána.
Upphafið af þessu var að fjármálastofnanir vildu kæfa niður íbúðalánasjóð sama hvað það kostaði. Þeir litu á þessar aðgerðir sem fórnarkostnað þeirra til að koma íbúðalánasjóði út af markaðnum, þannig að samkeppnin var alvarleg af þeira hálfu. Þessi fórnarkostnaður var því miður allt of mikill og hefur í dag komið í ljós að varð til þess, sem einn af þeim þáttum sem hafa farið illa í þeira starfsemi, að kerfið féll með látum en kannski of miklum látum. Það hefði verið hægt að komast hjá þessu með því að minnka bankakerfið markvisst og í samstarfi við Seðlabankann, með dótturfyrirtækjum í Evrópu og styrkingu gjaldeyrisvarasjóðs Seðlabankans, en til þess hefði þurft að vera traust og samvinna á milli þessara aðila, sem því miður var frekar ómarkviss.
áframhals síar...
FB..

Það verður ekki bara það þarf!

Það er altaf gott að sjá að menn eru að hugsa um þessa hluti og eru að leggja sig fram við að leysa verkefninn.
Það sem kemur mér mest á óvart er hve illa þetta ástand er undirbúið í reiknimódeli,þ.e.a.s. að þessar aðstæður voru fyrir séðar og ljóst að þessi staða kæmi til með að verða endapunkturinn á sjóðsstöðunni. Fjárstreymið er gjörsamlega frosið til annara landa og það vill einginn heimila viðskipti við Ísland eins og staðan er núna.
Íslenskirnámsmenn erlendis eru að koma heim úr námi vegna þessara aðstæðna, þó að það sé hægt að útvega gjaldeyrir hér lendis fæst hann ekki fluttur á milli landa. Það treystir einginn fjármálastofnun erlendis íslenskum aðilum til að hafa við þá viðskipti með gjaldeyrir.
Þetta ástand er að verða mjög hættulegt á margann hátt sem dæmi gæti orðið svo öflugur samdráttur að það tæki mörg ár að ná jafnvægi í viðskiptum ef þetta fer ekki að leysast á næstu dögum.
Ég skildi ekki hvers vegna það var ekki leitað til þeirra strax þegar stærðirnar lágu fyrir, ég vona að menn hafi gert sér grein fyrir þeim stærðum sem var verið að fara út í, að ekki hafi bara verið farið út í þetta því menn vissu að þetta er góð leið fyrir íslenskt þjóðfélag.
Það eru fylgifiskar sem fylgja svona aðgerðum. Þetta atriði sá ég nánast strax að kæmi til með að verða eina leiðin til að komast hjá því að þjóðin lenti ekki í gjaldeyrisþurð á miðri leið.[blogg 3.10.2008} Einna versti fylgifiskur þessa sjóðs er að við verðum að uppfylla skilyrði þeirra og við þurfum að fylgja þeim eftir, því það er sjóðurinn sem kemur til með að vera með eftirlitið en ekki Fjármála eftirlitið eða ríkið, þeim verður sagt hvað á að gera, þannig á þann hátt verða völdin tekin af stjórnvöldum.
Við skulum vona að þessar aðgerðir sem nú þegar er búið að grípa til dugi til að ekki komi til þess að alþjóða gjaldeyrisjóðurinn komi hér inn og njörvi okkur við staurinn, annars er mjög erfitt að dæma um þetta þar sem upplýsingar eru að berast tveimur til þremur dögum eftir að þær skipta máli eða það seint að það koma ekki upp hugmyndir að frekari lausnum.
Ég verð að hrósa samt stjórnvöldum fyir það afrek að geta haldið fjármálakerfinu gangandi við þessar aðstæður, við skulum gera okkur grein fyrir því að það er ekkert auðvelt við þessar aðstæður. Þegar og ef við fáum aðstoðina frá Rússum getur verið að við losnum frá þessari stöðu og getum örlítið hreyft okkur upp á við og komið á viðskiptum, það er það sem okkur vanta viðskipti með verðmæti og greiðslur á milli.
Annars er þetta voða gott að halda vel og vandlega hvort utan um annað og gera okkur grein fyrir því hvað er verðmætast fyrir okkur, það er fjölskyldan.
meira síðar
FV..
mbl.is Vill fá aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverk að völdum hverra?

Það er samhengi í þessari uppsetningu, eftir árið 2000 varð breyting á framboði lánsfé um allann heim, hvers vegna? Gæti það hafa verið vissan um að þannig væri hægt að gera nærri allan heimi varnarlausan þegar skammtíma lánin yrðu dregin út af markaði.
Hverjir hgusa svona, jú Hryðjuverkamenn gera einmitt svona plön, hugsanlega.
mbl.is Hryðjuverkalög gegn Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálastjórnun

Til að útskýra fyrir þér lesandi góður hvað Fjármálastjórnun er ætla ég að setja fram dæmi um það: Móðir sem sendir barn sitt út í búð (þetta er það gamalt dæmi að það voru enn til búðir á horninu) til að kaup 1 lítra af mjólk og 1 brauð, lætur barnið hafa til þess fjármuni. Það sem barnið kemur með í afgang segir til um það hvernig fjármálastjórnandi barnið er, ef barnið kemur með afganginn uppá eyrir er það greinilega heiðarlegt og þokkalegur fjármálastjórnandi, ef barnið kemur með lítinn sem engan afgang og nammi í poka verður barnið ágjarn fjármálastjórnandi, en ef barnið kemur með mjólkina og brauðið og afsalið af búðinni verður það áhættufjárfestir samkvæmt íslenskamódelinu.

meira síðar.

FB.. 


Alvarleiki veruleikans er stundum miskunarlaus

Ég er í fyrsta skiptið á löngum tíma sáttur við aðgerðir stjórnvalda á þessu ári, þó þær séu ekki komnar allar fram enn þegar þetta er skrifað. Þessar lausnir eru heilsteyptar að manni virðist og tekið á öllum málaflokkum að því er virðist.
Ég tel hins vegar mjög alvarlegt þegar ég frétti það að heill framhaldskóli var sendur heim til að hlusta á ræðu Geirs Haarde, unglignarnir komu skelfdir heim til sín og hlustuðu dolfallnir á ræðuna en skildu hvorki upp né niður í innihaldi hennar, því miður var hún svo varlega orðuð í anda aðgerðarleysis síðustu vikna að það þurfti mikinn skilning á þessum málum hvað var verið að tala um. Hvað um það unglingarnir vissu hvorki upp né niður í því hvað væri búið að gera fyrir en kom að frétta útskýingunum nokkru síðar. Þetta er ekki rétt leið til að halda venjubundu líf áfram í þjóðfélaginu.
Til að koma því á hreint þá voru þjónustufulltrúar fjármálafyrirtækjanna ekkert annað en sölufulltrúar þessara fyrirtækja, það eru til mý mörg dæmi um að þessir aðilar beindu fólki inná leiðir sem voru hagkvæmar fyrir fyrirtækið frekar en viðskiptavina þeirra. Það er sérstaklega einn sjóður sem var síðan notaður til að kaupa bréf í sjóðum eigenda bankanna sjálfra, þannig myndaðist eftirspurn eftir bréfum í þeirra félögum og jafnvel notuðu þeir þessa sjóði til að fjárfesta í sínum fyrirtækjum einnig.
Reyndar er eitt atriði sem er alveg með ólíkindum sem virðist hafa viðgengist í hlutfélögum það snýr að það sem kallað er good will innan fyrirtækja, það var hækkað uppí kannski 50% og síðan var það veðsett allt að 75% hlutfalli. Good will er yfirleitt huglægt mat fyrirtækis á virði þess ekki markaðsvirði, þetta var fyrirbæri var fært inní bókhaldið sem eign, en var í raun og veru huglægt mat stjórnenda fyrirtækisins á verðmæti þess.
Jóhanna kemur til með að gera þessa hluti vel úr garði, það eru bara hennar vinnubrögð að verja þá sem minna meiga sín í þjóðfélaginu nokkuð sem vonandi verður ekki skömm að gera í framtíðinni.
Ég sé fyrir mér framtíð Íslands sem bjarta framtíð því höfum mikið af góðu fólki sem hefur þurft að beygja sig undir drottnunaráráttu og græðgisvæðingarhugsunanir valdhafa hingað til, þetta kemur til með að breytast í nánustu framtíð.
mbl.is Fólk geti fengið ráðgjöf á einum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á lífeyrissjóðina?

Það er einkennilegt að vera að blanda ellilífeyrissparnaði almennings inní þessa aðgerðaáætlun stjórnvalda. Þegar öllum aðfinnslum hingað til var svarað með þeim hætti að um væri að ræða einkafyrirtæki á alþjóðamarkaði.
Ég sem neytandi er skyldugur að greiða í þessa sjóði með lögum. Öðlast ég þá ekki um leið rétt á því að fá endurgreiðslu út úr sjóðunum ef starfsreglum þar á bæ er breytt með því að draga úr áhættudreifingu á sjóðsstöðunni? Það má segja að lífeyrissjóðirnir séu að breyta sinni áhættudreifingu úr markaðsáhættu í stand alone eða þrengja áhættudreifinguna.
Það er mikið talað í sjómannamáli og talað um að það þurfi að stjórna þjóðarskútunni í þessum ólgusjó og bjarga fleyinu, ég sem sjómaður sé einfaldlega að þeir sem þar stjórna eru búnir að gefast upp og bíða eftir aðstoð, er þessum mönnum ekki sama þó þeir haldi áfram að vinna að þessum málum drepist þreyttir!
Ég hefði viljað fá það á hreint hvort það sé ekki hægt að beita Neytendalögum gagnvart lífeyrissjóðum ef þeir ætla með þessum hætti að farga sparnaði almennings í landinu með þessum hætti. Ekki þurfa Fallhlífastökkvarar fjármálakerfisins á þessum sjóðum að halda.
FB..
mbl.is Líst illa á að lífeyrissjóðir flytji fé heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannesardagur

Ég legg til að það verði gerð brjóstmynd af Hannesi Smárasyni við Ráðhúsið í Vestmannaeyjum. Hann með sinni gríðarmiklu innsæi á markaðsvirði orkufyrirtækja festi kaup á hlut Vestmannaeyjabæjar í Hitaveitu Suðurnesja á töluverðu yfirgengi, sem í dag er að reynast Vestmannaeyingum gríðarlega mikilvægt í skjóli núlíðandi atburða.
Það væri alveg í tíðaranda þessa atburðar að hafa einn Hannesardag á ári sem merkisdag á almanakinu. Hann gæti verið sem dæmi mánudagurinn eftir Þjóðhátíð þar sem allir eru hvort eð er að jafna sig, dagurinn myndi hæfa tilefninu en vera engu að síður góður dagur.
Ég er á móti því að ellilífeyrissparnaður almennings sé notaður til að greiða fyrir einkavæðingar timburmenn stjórnvalda, þeir verða að greiða þetta sjálfir og stjórnvöld verða hreinlega viðurkenna sín stjórnvaldsefnahagsmistök en ekki senda almenningi reikninginn og eða krefjast þagnar um málefnið með óttahræðsluáróðri eftir alla þögnina sem hefur verið aðal stjórnvaldsaðgerðin hingað til.
meira síðar..
FB..

Fjármálastýring- fjármálauppbygging

Hver er munurinn á því að taka lán inn úr hlutafélagi til eigin nota eða yfirtaka stórann hluta félagsins á sínu verði með valdboði og selja hlutinn síðan með töluverðum ávinningi eða hreinlega fremja bankarán um hábjartan dag? Þetta er allt vel þekkt í dag en hver er hvatinn á bak við þessar forsendu uppstillingar?
Hvað felst í því að eiga eða kaupa hlutabréf? Þegar þú kaupir hlutafé tekur þú áhættu sem þú verður að taka með opin augu og með vissu fyrir því að það fjármagn getur glatast eða ávaxtast.
Fjármagnsuppbygging á fyrirtæki og markmið þess er að hagnast á ákveðin hátt og rétt að hafa það í huga að með því að nota mikið af lánsfé skapast meiri áhætta, einnig að með meiri notkun á lánsfé skapast betri afkoma (einnig meiri áhætta).
1. Meiri áhætta fyrirtækis því lægra skuldahlutfall, því skuldsettara meiri áhætta
2. Lækkun á vaxtagreiðslum með skattafslætti þar sem vextir eru frádrættabærir til skatts.
3. Skuldatryggingarálagið skýrir margt í þessu sambandi, möguleikar á að hafa aðgengi að lánsfé(veði) gerir vel stætt fyrirtæki verðmætara.
4. Sum fyrirtæki eru ágengari en önnur, en önnur eru viljugri að skuldsetja fyrirtækið með væntanlegum hagnaði.
Þetta eru 4 atriði sem fjármögnunaruppbygging er biggð upp með. Skuldsett fyrirtæki eru kannski ekki vel í stakk búið til að takast á við áföll en geta gefið af sér góðan ávinning meðan ekkert gerist.
Mikil áhætta (Skuldir)
Lægra gengi (Verðmæti)
meira síðar.... koma ekki inn grafískum skýringum..
FB..


Hvað varð til þessa gjörnings?

Hvað varð til þess að valdhafar (takið eftir ekki stjórnvöld) tóku sér fyrir hendur að fara út í þennan gjörning? Jú að því er virðist okkur almenningi að Glitnir bað um þessa aðstoð eða fór fram á hana.
Við skulum aðeins skoða hvað var um mikið fjármagn að ræða sem hvarf út í haust blíðuna. Skráðir fjölda hluta í Glitni er 14,9 milljarðar hluta á eina krónu hver hlutur. Gengi hluta var í síðustu skráðum viðskiptum 15,70 kr á hlut þetta gefur verðmæti uppá 234 milljarðakróna, og ef 84 milljarðar er 75% af núvirði bankans er verðmæti hans 112 milljarðar samkvæmt þessu forsendum sem gefut 1,879 krónu á hlut, sem er lækkun upp á um 88%, þó er rétt að taka það fram hér að þessi gjörningur gæti lækkað verðið enn frekar til skamms tíma litið.
Ég vona að við fáum að vita ástæðuna fyrir þessari stöðu bankans og hvers vegna hann gat ekki endurfjármagnað sig. Þar hlýtur að koma til eignasafn bankans hafi ekki verið nægjanlega tryggt eða eignirnar hafi þótt vera of áhættusamar.
Það þarf ekki nein vísindi til að sjá að þetta kemur til með að hafa áhrif á önnur fyrirtæki eða hlutafélög. Ég vona að þessi fjármögnun komi til með að bera góða ávöxtun fyrir hluthafa Glitnis eftir daginn í dag, og ætti vonandi að gera mönnum grein fyrir því reglugverkið þarf að vera mun virkara en hingað til hafa verið borin á borð fyrir almenning.
meira síðar....
FB..

Næst gæti það verið Breskur banki

Það hefur mikið gengið á síðan á mánudagsmorgunn, en hvort AIG féll svo í verði vegna þess að ManUn tapaði fyrir Liverpool á helginni er ég ekki viss um að það sé ástæðan, vonandi gera stjórnvöld í BNA það að inngripi sínu að þeir setja gæslumann inní fyrirtækið til að fylgjast með fjármálastjórnun innan fyrirtækisins, nokkuð góð hugmynd til að verja svo stórt fyrirtæki.

Við gætum séð banka í Evrópu taka dýfu á næstu 24 til 48 tímum sennilega verður það breskur banki sem hingað til hefur verið talin vera nokkuð sterkur. Þá vaknar sú spurning hvaða íslenski banki var með starfsemi við þann banka? Það eina sem við getum gert er að fylgjast vel með því sem er að gerast erlendis og vona að lífeyrissjóðir hafi ekki verið að fjárfesta í sömu vafningum og þeir aðilar voru að gera nú á síðustu misserum.

Annars er maður bara nokkuð viss um að haustið sé komið miða við veðráttuna, það kvín og singur orðið í vindinum og rigningin lemur á þökum og gluggum, en spennandi dagar framundan samt sem áður.

kannski meira síðar...

FB..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband