16.2.2008 | 01:45
Spennan magnaðist þegar Púff, ekkert rafmang lengur.
Góðan dag.
Já ég veit að það er langt síðan ég setti hér inn stafi síðast en ég er líka búin að vera í mikilli lægð og ekki haft nægan tíma til að sinna öllum þeim hlutum sem ég ætlaði mér að tækla í algjöru næði hvern í sníu lagi. Starfið er mjög skemmtilegt og það er nú einmitt vandinn það er svo krefjandi og verkefnin eru í þessu tilfelli raunveruleg verkefni, ekki að það skipti miklu máli hvernig maður vinnur sig út úr þeim og eða inní þau til að skilja þau betur, þá hefur verið of mikið að gera hjá mér frá áramótum, ég verð að fara að forgangsraða þessum atriðum svo að ég tækli þá alla saman.
Ég fór í kvimyndahús í kvöld nánar tiltekið í Regnbogann, stuttu eftir hlé dó á öllum vélum og neyðarlýsingin kom inn, það er rosalega erfitt að sitja og heyra rökin hjá yngrikynslóðinni ef rafmangið er farið af hvers vegna er þá ljós hér í salnum, Þetta eru nefnilega neyðarljós sem eiga að koma inn í svona tilfellum. Það sem vagki athygli mína var sú að þegar svona ástand eiga starfsmenn fyrirtækisins að tilkynna þetta til þeirra gesta sem eru í sölum kvikmyndahússins en það gerðist ekki fyrir en eftir um 30 mín, þá var okkur boðið að fá miðana endurgreidda og eða fá annan miða sem myndi gilda á allar sýningar kvikmyndahúsins. Ég taldi kannski 3 starfsmenn og gestir voru kannski 200, þetta atriði vagti athygli mína, þannig að ef neyðarástand skapast eru einungis 3 starfsmenn sem geta leiðbeint bíógestum hvert þeir ættu að fara og hvaða leiðir, getur verið að bíóin séu undirmönnuð þegar hættu ástand myndast. Ég hvet rekstaraðila bíóanna til að skoða þessa vinnuferla og huga vel að því hvernig bregðast á við þegar svona hlutir gerast.
Annars var myndin ekki svo skemmtileg að mér væri ekki alveg saman gerði þetta frekar fyrir Hjört að fara með hann á eina hasa ofur-hrylling-hetju-spennumynd Alien vs predator, en hasarinn var að fara að byrja þegar púffið kom og allt búið og við að fara heim, við fengum miðann endurgreiddann sem var eiginlega það minnsta sem hægt var að gera fyrir okkur bíógesti.
Ég veit ekki hvort ég eigi að fara að ræða rey-málið og allt það sem gerst hefur í pólitíkinni á síðustu vikum en mér er misboðið, þarna kom berlega í ljós valdafíkn vissra hópa og ekki snefill af virðingu við kjósendur sína, þetta er ekki þeira mál við erum við stjórnvöldin og ætlum okkur að halda þeim þó við séum að segja að við getum ekki hafnað góðu-valda-boði, án þess að hugsa neitt sérstaklega mikið út í það hvað þeir væru að gera.
Ég legg nú ekki í Alþingið þar hefur Solla styrða gleymt öllum sínum mótmælum varðandi frekari stóriðju, þetta eru lög og okkur ber að fara eftri þeim, er ekki mannseskjan að skilja það að það er hún sjálf sem ber að steja lög í landinu sem við hin almenniborgari eigum að bera virðingu fyrir og fara eftir þeim. Geir Haarde er að upplifa nokkuð sem tveir af fyrirverandi formennflokksins hafa þurft að upplifa, þ.e.a.s flokkurinn gæti fallið inná við þar sem það mörg mál hafa komið upp sem þó nokkuð margir Sjálfstæðisflokksmenn eru alls ekki hrifnir af þeim uppá komum sem hafa gegnið yfir þá á síðustu mánuðum. Hvenær fara ráðamenn þessa lands að taka ábyrgð á gerðum sínum? Í Noregi var einn ráðherra að láta af störfum vegna þess að hún gat þess ekki við ráðningu Umboðsmans barna í Noregi að viðkomandi væri vinnkona sín. Hún þurfti að pakka saman en á Íslandi er það mistök að segja ekki satt og ekkert að því að ráða lekatrygganson fyrirverandi formann flokksins af því hann var hæfur. Mér finnst reyndar að nefndin hefði átt að segja að viðkomandi væri hæfur en ekki hvort hann er hæfari eða hæfastur, annað hvort hæfur eða ekki.
Í okkar alhýra er gjarnan talað um Bananalýðveldi þegar við erum að reyna að segja frá stjórnarfari með myndlíkindum því það er ekki hægt að festa það í hendi hvað þetta þýðir annað en að það sé allt til sölu og það sé um valdabrask að ræða, sem er gjarnan flokkað eftir fjölskyldum og öfgastefnu flokk í vinstri eða hægri, því bæði tilfellin eru þekkt.
Einn laufléttur í lokinn
Bella (ljóska) símadæma var að keyra á sínum ofur bleika bíl í vinnuna nú um daginn og henni fannst eitthva vera að detta ofan af bílnum fyrir framan sig, á næstu ljósum stoppar hún og skrúfar niður rúðuna og segir"HÆÆ ég er Bella Símamær það er altaf eitthvað að detta aftan af bílnum hjá þér elskan." Bílinn sinnir þessu engu og heldur áfram en á næstu ljósum var Bella orðin ákveðnari "HÆÆÆ Elskan ég er Bella Símamær ef þú hefur ekki tekið eftir því en það er altaf eitthvað að detta aftan af bílnum þínum, nú skrúfar bílstjórinn niður rúðuna hjá sér og segir "Góðan dag Jón heiti ég og er að dreifa salti á göturnar".
Athugasemdir
Það var allavega bæjarstarfsmaður að störfum
Davíð Hallgrímsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:59
Nákvæmlega....góður Davíð..hehehe
Aldís (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 02:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.