All verulega hvítt yfir að líta.

Ég ætlaði bara að skreppa út og taka nokkrar myndir af húsinu í snjónum en endaði með því að þurfa að fara í smá aukahring, Hjörtur kom á eftir mér og lokaði okkur úti þannig að við þurftum að fara niður í bæ til að ná í lykil, ég gerði bara gott úr þessu og smellti nokkrum myndum af bænum í leiðinni, ég vildi að ég hefði samanburð frá 1968 en það er nú bara í skólaminningunni þannig að það er ekki að marka svo fjarlægar minningar. Þetta er eingu að síður mikill snjór og mikið af góðum sköfflum sem hafa myndast nú í dag.

Copy of P3020620

Myndin er kannski aðeins of blá en svona var bara útsýnið og byrtan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Friðrik.

Það er nú vel hægt að velja betri tíma til að læsa sig úti....þá dettur mér í hug staka..

  • Í myndarskap, kappinn góði
  • Fór að skoða snæinn.
  • Útilokaður af eigin blóði
  • Gekk hann þá í bæinn.

Þú verður bara að venjast þessu Friðrik.  Snjórinn er kominn til að vera.  Og skýringin á því er einföld, það er allt að fara í kalda kol, eftir að Samfylkingin komst til valda....

Sigurður Jón Hreinsson, 2.3.2008 kl. 22:13

2 identicon

Hahaha.

Góð staka :)

En já pabbi, það eru ekki allir sem hugsa það til enda að loka hurðum :)

Nú getur þú séð myndir hjá mér inná blogginu mínu.

Sjáumst á morgun, ef ég nenni að moka bílinn út úr innkeyrskunni. 

Vala (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband