2.3.2008 | 15:37
All verulega hvítt yfir að líta.
Ég ætlaði bara að skreppa út og taka nokkrar myndir af húsinu í snjónum en endaði með því að þurfa að fara í smá aukahring, Hjörtur kom á eftir mér og lokaði okkur úti þannig að við þurftum að fara niður í bæ til að ná í lykil, ég gerði bara gott úr þessu og smellti nokkrum myndum af bænum í leiðinni, ég vildi að ég hefði samanburð frá 1968 en það er nú bara í skólaminningunni þannig að það er ekki að marka svo fjarlægar minningar. Þetta er eingu að síður mikill snjór og mikið af góðum sköfflum sem hafa myndast nú í dag.
Myndin er kannski aðeins of blá en svona var bara útsýnið og byrtan.
Athugasemdir
Friðrik.
Það er nú vel hægt að velja betri tíma til að læsa sig úti....þá dettur mér í hug staka..
Þú verður bara að venjast þessu Friðrik. Snjórinn er kominn til að vera. Og skýringin á því er einföld, það er allt að fara í kalda kol, eftir að Samfylkingin komst til valda....
Sigurður Jón Hreinsson, 2.3.2008 kl. 22:13
Hahaha.
Góð staka :)
En já pabbi, það eru ekki allir sem hugsa það til enda að loka hurðum :)
Nú getur þú séð myndir hjá mér inná blogginu mínu.
Sjáumst á morgun, ef ég nenni að moka bílinn út úr innkeyrskunni.
Vala (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.