Aðeins mýkri mál

Það eru 101 ár síðan Amma mín fæddist hún var mjög svo blíð kona með einfaldar þarfir og ákveðið markmið og þegar því var náð var eins og hún biði eftir að efriárum sínum myndi ljúka. Hún sagði oftar ein einu sinni að hún yrði ekki degi eldri en 85 ára eins og móðir sín, en hún varð samt sem áður 93 ára.Ég var þeirra gæfu aðnjótnadi að vera með henni og nær henni en flestir í 40 ár, hún tók mig að sér þegar ég var 3 ára og ól mig upp til fullorðins ára.

Ég var henni töluvert efriður og baldinn (sennilega rítalína barn í dag) sem unglingur en ég bar allatíð mikla virðingu fyrir henn og geri enn. Hún kendi mér góða siði og reyndi eftir sinni bestu vitund að koma mér til manns og mennta. Menntun var í hennar augum ekki nauðsynleg en að vinna var það sem hver maður skildi gera og halda sér við að framkvæma hana.

Nú eru liðin 101 ár frá fæðingu hennar og mér finnst stundum enn að hún standi hjá mér og segi einhver blíðleg orð við mig þó að það komi fyrir að mér finnist að hún segi við mig hvaða slugsaragangur er þetta í þér Figgi minn þú getur þetta alveg, það er bara að byrja þá sérðu að þú kannt þetta allt, en þú þarft að byrja fyrst ekki gleyma því.

Hún á semsagt afmæli í dag 9.ágúst hún Ágústa Jónsdóttir og hefði orðið 101 árs og ég hef verið að hugsa mikið til hennar í dag, hvort hún væri ekki bara sátt við hann Figga sinn og það sem hann hefur verið að gera síðustu árin. Ég held að svo sé því það er orðið svo lagnt síðan ég fann fyrir henni síðast þannig að hún hefur ekki haft neinar ástæður til að koma og beina mér inná réttar brautir.

FB.... ekki meira um þetta að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband