Hvað ef, er mjög gott að segja eftir á.

Við sjáum það í dag að það væri þjóðhagslega séð mjög hægkvæmt ef Kaupþing færi úr landi með allt sitt að meðtalinni áhættunni sem þeirra starfsemi fylgir. Gefum okkur að Davíð Oddsson hafi nú ekki sett sig svona mikið upp á móti því þegar Kaupþing vildi breyta eða færa uppgjör sitt yfir í evrur, þá hefði íslenska krónan losnað undan þeirri áhættu sem fylgir starfsemi Kaupþings og dýfan hefði orðið mun minni, kannski enn minni því eflaust hefðu fleiri fyrirtæki fylgt í kjölfarið, þá hefði markaðurinn hin marg umræddi tekið fram fyrir hendurnar á stjórnvaldinu sem er valdhöfum á hverjum tíma alls ekki að skapi, með þeim hætti að auka hefði þurft gjaldeyrisforða landsmanna vegna þessa þarfa sem bankakerfið var búið að koma framfæri.

Davíð Oddson er góður stjórnandi en hann er ekki mikill hagfræðingur því hann vill ætíð að allt sé eins og hann vill að það verði, það er bara þannig með suma hluti þeir hafa sjálfstæðan vilja sem erfitt er að sjá fyrir.Við eigum eftir að sjá dýpri niðursveiflu en sennilega heldur hagkerfið sér gangandi meðan það verður ekki stórfellt atvinnuleysi, en um leið og það gerist að það fer að vanta atvinnu kemur stór skriða sem fer með íslenskt samfélag langt niður og allur sá ávinningur sem unnist hefur á síðustu árum hverfur.

Fólk er að draga saman í neyslu og borga sínar afborganir meðan það hefur vinnu en um leið og sú forsenda hverfur verður hrun á íslensku hagkerfi. Afskriftir Banka (Fjárfestinga fyrirtækja) koma þá til með að aukast vegna vanskila og þá verður róðurinn orðin töluvert erfiðari en hann er í dag.

Framleiða, framleiða, framleiða og enn og aftur framleiða. Þetta eru góð og gild rök en því miður er það bara að verða of seint, því framleiðendur út í heimi eru farnir að draga saman í innkaupum á hrávöru. Ástæðurnar eru misjafnar sumir trúa einfaldlega ekki að verðið á framleiðsluvörunni haldi áfram að hækka, þeir eru því farnir að draga úr framleiðslu til að sitja ekki uppi með allt of dýra framleiðslu vöru þegar markaðurinn neitar að greiða svona hátt vöruverð á framleiðslunni. Aðgengi að fjármangin hefur einnig áhrif þar sem það er dýrt og erfitt að nálgast það sem leiðir af sér dýrari framleiðsluvöru sem verður svo ekki hægt að losna við nema á verði sem er undir framleiðslukostnaði.

Plasmaskjáir eru ekki tæki til að meta efnahagsástand það er nokkuð víst meðan skatta kerfið er eins og það er. Það er regin hneyksli að það skuli vera fleiri þúsund mans á Íslandi sem greiðir ekki til samfélagsins sem það býr í, það bara gengur ekki upp því miður í mínum huga. “Þessu fólki” munar ekkert um að kaupa Plasmaskjái og annan tækjabúnað, sem hin venjulegi almenni launþegi er að láta sig dreyma um að eignast þegar þeir lækka í verði innan næstu 10 ára.

meira síðar....

FB...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband