Alvarleiki veruleikans er stundum miskunarlaus

Ég er í fyrsta skiptið á löngum tíma sáttur við aðgerðir stjórnvalda á þessu ári, þó þær séu ekki komnar allar fram enn þegar þetta er skrifað. Þessar lausnir eru heilsteyptar að manni virðist og tekið á öllum málaflokkum að því er virðist.
Ég tel hins vegar mjög alvarlegt þegar ég frétti það að heill framhaldskóli var sendur heim til að hlusta á ræðu Geirs Haarde, unglignarnir komu skelfdir heim til sín og hlustuðu dolfallnir á ræðuna en skildu hvorki upp né niður í innihaldi hennar, því miður var hún svo varlega orðuð í anda aðgerðarleysis síðustu vikna að það þurfti mikinn skilning á þessum málum hvað var verið að tala um. Hvað um það unglingarnir vissu hvorki upp né niður í því hvað væri búið að gera fyrir en kom að frétta útskýingunum nokkru síðar. Þetta er ekki rétt leið til að halda venjubundu líf áfram í þjóðfélaginu.
Til að koma því á hreint þá voru þjónustufulltrúar fjármálafyrirtækjanna ekkert annað en sölufulltrúar þessara fyrirtækja, það eru til mý mörg dæmi um að þessir aðilar beindu fólki inná leiðir sem voru hagkvæmar fyrir fyrirtækið frekar en viðskiptavina þeirra. Það er sérstaklega einn sjóður sem var síðan notaður til að kaupa bréf í sjóðum eigenda bankanna sjálfra, þannig myndaðist eftirspurn eftir bréfum í þeirra félögum og jafnvel notuðu þeir þessa sjóði til að fjárfesta í sínum fyrirtækjum einnig.
Reyndar er eitt atriði sem er alveg með ólíkindum sem virðist hafa viðgengist í hlutfélögum það snýr að það sem kallað er good will innan fyrirtækja, það var hækkað uppí kannski 50% og síðan var það veðsett allt að 75% hlutfalli. Good will er yfirleitt huglægt mat fyrirtækis á virði þess ekki markaðsvirði, þetta var fyrirbæri var fært inní bókhaldið sem eign, en var í raun og veru huglægt mat stjórnenda fyrirtækisins á verðmæti þess.
Jóhanna kemur til með að gera þessa hluti vel úr garði, það eru bara hennar vinnubrögð að verja þá sem minna meiga sín í þjóðfélaginu nokkuð sem vonandi verður ekki skömm að gera í framtíðinni.
Ég sé fyrir mér framtíð Íslands sem bjarta framtíð því höfum mikið af góðu fólki sem hefur þurft að beygja sig undir drottnunaráráttu og græðgisvæðingarhugsunanir valdhafa hingað til, þetta kemur til með að breytast í nánustu framtíð.
mbl.is Fólk geti fengið ráðgjöf á einum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband