7.2.2009 | 22:21
Breyta kosningarlögum til að minnka kostnað við prófkjör?
Breyting á kosningar fyrirkomulagi
Kjörseðill er þannig útbúin að með vali á flokk fær kjósandinn fullt vald til að endurraða eða númera frambjóðendum á listanum (ekki öðrum listum en hann hefur gefið atkvæði sitt), númerið segir til um útkomu á listanum þannig að í raun er um prófkjör að ræða, ef þessi kostur er ekki í boði má einungis vera um listabókstaf að ræða sem verður þá á valdi hvers flokks að velja.
Mín hugsun er að með þessari nálgun verður komið í veg fyrir smalanir og fjöldahreyfingar sem hafa viðgengist við prófkjör og kannanir á undangengnum árum. Það er vitað að einn aðili hefur kosið í öllum prófkjörum og könnunum flokkana og jafnvel ekki kosið viðkomandi flokk síðan í kosningum, með þessum hætti hefur atkvæðið öðlast mun meira gildi og áhrif sem gefur lýðræðinu meira gildi en hingað til hefur viðgengist.
Þetta er ekki skrifað eða sett fram að öðruleiti en það að vera til þess að atkvæði kjósenda hafi vægi og merkingu á kjördegi.
Ingigerður í framboð í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.