Góður dagur í dag

Mamma á afmæli, pabbi á afmæli, Dóra frænka á afmæli og ég á afmæli, þannig að dagurinn í dag er góður dagur.
Þó að dagurinn á morgunn skipti sköpum um framtíðna þá verður þessi dagur ætíð það sem hann er í mínum huga góður dagur.
Eftir að hafa hlustað með öðru á umræðuna á RUV í kvöld þá vill ég bara ekki trúa því að VG fari í samstarf með D-listanum, því Steingrímur hefur marg lofað því að VG fari ekki í stjórn með D-listanum nokkurntíma eftir síðustu hamfarir, sem vissulega má rekja til fólksins innan D-listans undanfarin 18 ár.
Því miður, eða sem betur fer er fólk sem fær mann til að hugsa í pólitík, hvað hefur manneskja eins og Kolbrún H yfirleit að gera í pólitík, það er bara hlutur sem ég skil ekki, hvorki nú né fyrir þó nokkuð mörgum árum, hún á hreinlega ekki heima þar sem hún er. Það er ekki skrítið að Umhverfisráðuneytið verði fyrsta ráðuneytið sem verður lagt niður að loknum kosningum, þó tel ég fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af umhverfinu í okkar samfélagi og varðveita það eins og efni og aðstæður leyfa í hvert skipti.
Í dag þurfum við allar þær tekjur sem við getum náð í til að lifa af þá tíma sem nú fara að koma í ljós hverjir verða. Ef við þurfum að fórna hluta af nátttúru landsins til að lifa þetta af þá gerum við það frekar en að þurfa að flytja af landi brott.
Annars er staðan hreinlega þannig að það er ekki hægt að treysta þeim frambjóðendum sem eru í framboði til kosninga þetta skiptið fyrir horn, því miður. Þetta leiðir bara eitt af sér að ég sé mig tilknúinn að skila auðu á morgunn á kjördegi. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður, ég hef yfirleitt geta fundið einstakling eða málefni sem ég hef verið sammála á kjördegi, en nú get ég hreinlega ekki fundið neinn, nema einn en hann er þannig staðsetur að ég get ekki kosið hann eða haft áhrif á að hann nái kjöri.
Ég get ekki treyst Framsókn því þeir hafa sýnt það mikla undirförli á undangengnum árum að það er bara ekki forsvaranlegt að bera þeim atkvæði. Þó er ég sammála þeirra framsetningu í flestum atriðum varðandi efnahagsmálin, það er bara ekki hægt að treysta þeim. Þeirra frambjóðandi hér á Suðurlandi gæti verið hver sem er ég bara ber ekki til hans traust, ég ræði ekki einu sinni aðra sem eru þar á lista.
Ég sætti mig ekki við Björgvin því hann átti að víka af vetvangi stjórnmálana þó að hann hafi náð góðum árangri í prófkjöri,,kom on prófkjör hvaða bull er þetta, smalað á kjörstað og allir gátu kosið, það fylgdi ekki í prófkjörinu að viðkomandi lofaði að kjósa flokkin á kjördegi, sjáið ekki hversu ólýðræðislegt þetta er, það fólk sem kaus hann í þessu prófkjöri skal þá bara kjósa hann og ekki annan flokk á meðan, þetta er bara bull, svo þegar maður spyr fréttaþulinn þá er það hans tilfinning að þetta og þetta verði svona, hann er langt frá því að vera nægjanlega inní þeim málum sem hann hefði þurft að vera inní, nema að hann kann að láta umræðuna snúast um málefni sem hann kann skil á, en hann svarar ekki afdráttalaust spurningum sem til hans eru beintar.
VG með Atla í broddi fylkingar er bara ekki trúverðugur kostur, hvað hafa þessar konur lagt til málana hingað til, ég get ekki sagt ykkur það annað en að Jórunn er góður kennari, annað þekki ég ekki til hennar, hin konan gæti alveg eins verið bara punktar á blaði því ég hef ekkert séð skrifað eða haft eftir henni hingað til.
Þá er það vandamálið, Elín úr Keflavík hefur greinilega kynnt sér hverjir eiga kvótann og hvar hann skiptir máli en í öðrum málum kom hún út eins og flokksstelpa sem er búin að vera þæg og hella uppá án þess að hafa unnið eða tekið þátt í almennilegri vinnu hingað til. Svo er það kletturinn í suðri, hann er bara sérkapituli, en ég ber virðingu fyrir honum hann hefur aldrei þóst vera eitthvað annað en hann er, þ.e.a.s. atvinnu Eyjamaður, og það er hann í húð og hár, duglegur og ákveðin að koma fram sínum málum.
Ég veit ekki einusinni hvað þessi borgarahreyfing er að predika, lýðræði, allt upp á borðið, allt gegnsætt, allt hvað við erum nánast gjaldþrota þjóð sem eingin vildi aðstoða vegna framgangs útrásarníðinganna, því þeir voru búnir að rýra mannorð okkar allra það hressilega að það er farið að bera á samlíkingum frá Mormónum í ræðum þeirra til að sýna fram á græðgina og hvernig hún getur leitt manninn á villigötur vegna græðgi.
Ef stjórnvöld ætla að koma á trausti við almenning í framtíðinni þar að tryggja það að á bak við fjármagn liggi eign vs. á baki eign liggi fjármagn.
Þetta er að gera út af við okkur í dag, það er búið að taka nærri allann okkar lifeyrissparnað síðustu 30 árin og sólunda þeim á altari Mamons.
Það eru ekki bara útrásarníðingarnir það eru líka til lífeyrissjóðaníðingar, sem fóru mjög illa með eigur annara, því það er almenningu í landinu sem er eigandi þessara sjóða en ekki stjórn eða stjóðstjórar sem eiga þetta fé.
nóg að sinni ég get því miður ekki kosið neitt á morgunn því miður. Takk fyrir og góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband