Er þetta löglegt hjá Glitni?

Góða kvöldið

Ég er ekki alveg búin að kynna mér þetta mál með Mest hjá Glitni en ég hefði talið við fyrstu sýn að þetta sé ólögmæt aðgerð. Þeir yfirtaka fyrirtækið skipta því upp og setja svo lökustu einingarnar í gjaldþrot, er þetta ekki ólögmæt aðgerð?

Ég ætla að skoða þetta síðar það er eitthvað við þetta sem mér finnst ekki rétt. Því ef þetta er löglegt þá þarf að breyta lögum þannig að þetta verði ekki gert í framtíðinni. Ég hefði haldið að þarna hefði þurft að koma til hópuppsagna þá með uppsagnarákvæðum og réttindum, annars er ég ekki alveg 100% en það læðist að mér sá grunur að þarna geti verið um eitthvert brot að ræða annað en það sem snýr að starfsfólkinu.

FB... meira síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband