Gjaldþrot þjóðar eða hugmynda?

Það er nokkuð flókið að svar bréfum utan úr heimi og útskýra hvers vegna þjóðin er komin í alheimspressuna með það að fororði að hún sé gjaldþrota. Reyndar stendur fjármálakerfi Kanada mjög vel og er talið að það komi til með að standa einna best upp frá þessum fjármála thriller, sem vonandi fer að sjá fyrir endan á hérlendis eða alla vega þannig að fólkið sjái ljós í nánustu framtíð. Þetta verður vonandi til þess að við fáum mikið af fólki frá vesturheimi hingað til lands á næsta ári, ef það verður þá eitthvað annað að sækja en ömulegar fréttir, bölmóður og Þórðargleði landans.
Ég var svolítið lengi að ná áttum þegar ég las þessa línu og sá að einstaklingurinn væri örugglega íslenskur, því hver hugsar svona nema íslendingar:Icelandic Board of trade said the before one USA dollar would yield 58 Islandic Kronnor, and now the same Yankee dollar will bring 124 ISK.

Svar mitt var einfalt, nei, þjóðin er ekki gjaldþrota, það var hugmyndafræði innan bankakerfisins sem hefur orðið þess valdandi að þjóðin er orðin skuldunautur einstaklinga í Hollandi og Englandi. Þetta sannar að við þurfum að standa okkur betur í kynningum erlendis og koma okkar málstað betur til skila.

Það er orðið ljóst að íslendingar hafa gjörsamlega snúist í eina átt í þeiri frómu grein sem þeir engilsaxnesku Brownensku pólitíkusar hafa talið vera þeirra aðalsmerki, þ.e.a.s. fótbolta, því nú er íslendinga liðið orðið eitt og er gjörsamlega eitt á báti því í því eru engir englendingar. Það er Arsenal FC. sem hér um ræðir og er orðið ríkislið íslendinga vegna þessara fáránlegu framkomu breskra stjórnvalda. Það á að taka sér tak og sækja skaðabætur á hendur breskra stjórnvalda og kanna það með öllum ráðum hvað hægt er að sækja það langt. Því ef stjórnvöld treysta sér ekki til þess, væri hægt að sækja það sem einstaklingur, sökum þeirra afleiðinga sem þetta hefur á alla þjóðina vegna þeirra skuldbindinga sem að manni sýnist að þjóðin þurfi að takast á hendur.
Hvítþvottaskýrsla, hreinsunarskýrsla og eða sannleiksskýrsla á það að vera svarið, hvar eru stjórnvöld stödd í réttlætis og uppgjörshugsunarhætti???? Það þarf meira að gera en að semja skýrslu eða koma sér saman ástæður, það þarf ábyrgðir því sökin er klár nú þarf að taka afleyðingum gjörða sinna og orða. Því svörin hafa verið að þetta séu einkafyrirtæki þegar spurt var um launakjör æðstu manna innan kerfisins. Það er komið að því að þeir taki afleiðingum gjörða og ákvarðanna sinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband