8.11.2008 | 01:24
Ein hringa vitleysan enn!
Það er búið að vera vitað að EXISTA hefur átt í vandræðum nokkuð lengi en samt hafa þeir verið að bjóða sparisjóðum bréf í fyrirtækinu sem greiðslu fyrir hluti í sparisjóðunum. Voru þá bréfin verðlaus sem voru notuð sem greiðsla fyrir stofnhluti í sparisjóðunum?
Stoppið þess vitleysu sem allra fyrst. Gefið fólki tækifæri að fara framá skuldastöðvun, þ.e.a.s. að þeir sem skulda hafi svigrúm til að komast að samkomulagi við sína lánadrottna um greiðslu sinna skulda áður en greiðslustöðvun fer fram. Það eru nokkuð margir samningar sem hafa verið gerðir undanfarið sem hafa verið greiddim með hlutabréfum í EXISTA, er þá ekki komin hvöð um að þeir breyti sinni greiðslu með öðrum veðum sem hafa eitthvert veriðgildi?
Ég er ekki úrtölumaður ég er frekar raunsær einstaklingur og tel að þetta þurfi að fara í gegnum eðililegt ferli, það eru til nokkuð margir samningsaðilar sem hafa átt viðskipti við EXISTA á síðustu mánuðum og var greitt með bréfum í EXISTA. Var vitneskja innan félagsins um að þessi þróun væri fyrirsjáanleg? voru þetta þá ekki refsiverð viðskipti sem þarna voru framkvæmd, ef fyrirtækið er gjaldþrota eftir 8 vikur?
Fb..
Exista óskar eftir afskráningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:25 | Facebook
Athugasemdir
Það fær engin venjulegur Jón að breyta sínu bara Jón Ásgeir
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:45
Svo er bara að taka lagið
Lagið við texta er Söknuður með Vilhjálmi Vilhjálmssyni
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er ver
Ef væri aur hjá mér, væri glaður
Betur settur en ég er
VIÐLAG
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt
Ég harma það en samt ég verð að segja
að lánið fellur allt of fljótt
Við gátum spreðað, gengið um
Gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd
Saman flogið niður á strönd
Fundið stað, sameinað beggja lán.
Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólinn
Nú einn ég sit um skuldavönd
VIÐLAG
Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt ER, það næðir hér
Og nýstir mig.
Unnsteinn (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.