20.12.2008 | 00:39
SAMNINGAR MILLI TVEGGJA AÐILA?
Samningur í skjóli umboðs
Samningur sem umboðsmaður gerir í skjóli umboðs síns við viðsemjanda (þriðja aðila) bindur umbjóðanda en ekki umboðsmann. Ef umboðsmaður brýtur í bága við fyrirmæli umbjóðanda þá vaknar sú spurning hvort samningurinn sé gildur eða ekki.
Vísa hér til þess að Alþingi er umboðsaðili þjóðarinnar sem samdi við útvegsmenn um þennan gjörning þ.e.a.s veiðiheimildirnar.
Samningur milli tveggja aðila
Samningur milli tveggja aðila má aldrei vera íþyngjandi fyrir þriðja aðila, þar sem hann gat ekki vitað að þeim samningi né þeim skuldbindingum sem samningurinn felur í sér.
Vísa hér til þess ástands sem Alþingi er að leggja á almenning í landinu til nokkurra áratuga í framtíðinni.
Rétthæfi og gerhæfi
Á Íslandi njóta allir rétthæfis. Í rétthæfi felst það að menn eiga réttindi og bera skyldur, þ.e. eru aðilar að réttarsambandi. Þó að rétthæfi sé bundið við manneskjur eru það ekki aðeins einstaklingar sem geta átt rétthæfi. Ópersónulegir aðilar, svo sem ríki, sveitarfélög, opinberar stofnanir og margs konar félög og fyrirtæki, geta átt réttindi og borið skyldur. Stofnunin eða félagið er þá skilgreint sem réttaraðili og nefnt persóna að lögum eða lögaðili.
Vísa hér til þess að þar með er Alþingi lögaðili.
Þó að allar manneskjur njóti rétthæfis gegnir öðru máli um svokallað gerhæfi, þ.e. hæfi manna til að ráðstafa réttindum sínum sjálfir og til að takast á herðar skuldbindingar á eigin spýtur. Barn í vöggu getur átt eignir en það er með öllu óhæft og ófært um að fara með stjórn þeirra eigna og ráðstafa þeim. Einstaklingar njóta og rétthæfis þrátt fyrir andlegan þroska, ellisljóleika eða geðsjúkdóma en slíka einstaklinga skortir hins vegar oft skilning til að stjórna málefnum sínum skynsamlega. Þegar svo háttar er óeðlilegt að þeir haf gerhæfi.
Vísa ég hér til þess að það má kallast vafasamt að Alþingi hafi haft eða hafi allmennt séð í dag þroska til að taka þær ákvarðanir sem þar eru teknar í nafni Alþingis.
Lögræði
Lögræði merkir að einstaklingur ræður bæði persónulegum högum sínum og fé. Lögræði greinist í tvennt, sjálfræði og fjárræði. Sá sem er bæði sjálfráða og fjárráða er lögráða og öðlast einstaklingar hvort tveggja 18 ára.
Fjárráða einstaklingur ræður einn fé sínu. Í fjárræði felst hæfi til að ráðstafa fé sínu og takast á herðar fjárskuldbindingar, til dæmis að skrifa upp á víxil, taka skuldabréf og selja eigur sínar.
Vísa ég til þess að allir þessir einstaklingar og félög voru talin vera Lögráða og Rétthæfir og skulu því taka afleiðingum gerða sinna án þess að vera vísa ábyrgðinni yfir á þriðja aðlia sem hafði aldrei nokkurn tíman möguleika á að koma að sínum hagsmunum né andmælt þessum samningum.
Kannski ég skrifi eitthvað meira á morgunn, ef vel liggur á mér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.