3.10.2008 | 00:10
Fjármálastýring- fjármálauppbygging
Hver er munurinn á því að taka lán inn úr hlutafélagi til eigin nota eða yfirtaka stórann hluta félagsins á sínu verði með valdboði og selja hlutinn síðan með töluverðum ávinningi eða hreinlega fremja bankarán um hábjartan dag? Þetta er allt vel þekkt í dag en hver er hvatinn á bak við þessar forsendu uppstillingar?
Hvað felst í því að eiga eða kaupa hlutabréf? Þegar þú kaupir hlutafé tekur þú áhættu sem þú verður að taka með opin augu og með vissu fyrir því að það fjármagn getur glatast eða ávaxtast.
Fjármagnsuppbygging á fyrirtæki og markmið þess er að hagnast á ákveðin hátt og rétt að hafa það í huga að með því að nota mikið af lánsfé skapast meiri áhætta, einnig að með meiri notkun á lánsfé skapast betri afkoma (einnig meiri áhætta).
1. Meiri áhætta fyrirtækis því lægra skuldahlutfall, því skuldsettara meiri áhætta
2. Lækkun á vaxtagreiðslum með skattafslætti þar sem vextir eru frádrættabærir til skatts.
3. Skuldatryggingarálagið skýrir margt í þessu sambandi, möguleikar á að hafa aðgengi að lánsfé(veði) gerir vel stætt fyrirtæki verðmætara.
4. Sum fyrirtæki eru ágengari en önnur, en önnur eru viljugri að skuldsetja fyrirtækið með væntanlegum hagnaði.
Þetta eru 4 atriði sem fjármögnunaruppbygging er biggð upp með. Skuldsett fyrirtæki eru kannski ekki vel í stakk búið til að takast á við áföll en geta gefið af sér góðan ávinning meðan ekkert gerist.
Mikil áhætta (Skuldir)
Lægra gengi (Verðmæti)
meira síðar.... koma ekki inn grafískum skýringum..
FB..
29.9.2008 | 18:30
Hvað varð til þessa gjörnings?
Við skulum aðeins skoða hvað var um mikið fjármagn að ræða sem hvarf út í haust blíðuna. Skráðir fjölda hluta í Glitni er 14,9 milljarðar hluta á eina krónu hver hlutur. Gengi hluta var í síðustu skráðum viðskiptum 15,70 kr á hlut þetta gefur verðmæti uppá 234 milljarðakróna, og ef 84 milljarðar er 75% af núvirði bankans er verðmæti hans 112 milljarðar samkvæmt þessu forsendum sem gefut 1,879 krónu á hlut, sem er lækkun upp á um 88%, þó er rétt að taka það fram hér að þessi gjörningur gæti lækkað verðið enn frekar til skamms tíma litið.
Ég vona að við fáum að vita ástæðuna fyrir þessari stöðu bankans og hvers vegna hann gat ekki endurfjármagnað sig. Þar hlýtur að koma til eignasafn bankans hafi ekki verið nægjanlega tryggt eða eignirnar hafi þótt vera of áhættusamar.
Það þarf ekki nein vísindi til að sjá að þetta kemur til með að hafa áhrif á önnur fyrirtæki eða hlutafélög. Ég vona að þessi fjármögnun komi til með að bera góða ávöxtun fyrir hluthafa Glitnis eftir daginn í dag, og ætti vonandi að gera mönnum grein fyrir því reglugverkið þarf að vera mun virkara en hingað til hafa verið borin á borð fyrir almenning.
meira síðar....
FB..
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.9.2008 kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2008 | 22:37
Seðlabankastjóri styngi sér til sunds og verði þá Þú-Sund-Kall en ekki Seðla-Banka-Stjóri
Það liggur í augum úti að sem bankastjóri er það ekki markmið að hafa sem mest af seðlum inní bankanum, þeir (seðlarnir) eiga að vera að synda úti á akrinum að afla tekna fyrir eigendur bankans. Banki fullur af Seðlum er einskis virði nema seðlarnir afli tekna til handa bankanum.
Þú getur breytt seðlunum, eða hluta af þeim í fleiri seðla, með því að færa þá á milli dálka og breyta þeim í aðra seðla án þess að nokkuð gerist en ef þú kaupir meira eða selur seðla hefur það áhrif á framboð og eftirspurn á markaði, því ef það er skortur á markaði færðu meira fyrir þá seðla í þjóðarmyntinni, sem kallað er í daglegumáli gengisskráning, þannig viðheldur þú eftirspurninni og verðinu með því að nýta þér þann skort sem er á framboði á fjármagni, en hvað getur þetta gengið lengi og á hverjum bitnar þessi seðlaleikur, bankinn tryggir sig með þessum hætti en almenningur sem er í þjóðarmyntarkerfinu þarf að greiða hundruð milljóna í framtíðinni vegna þessa aðgerðaleysis og það er eins gott að það er ekki stutt í næstu kosningar.
Við gætum sett upp slæðu og brosað af þessu öllu og sagt að það þurfi að taka upp viðræður við EB, en það leysir ekki vandann sem nú blasir við vegna réttarferða, markaðsbjölluferð og eða Öryggisnefndarferða.
Það er stórt vandamál hér innanlands sem þarf að leysa og vera vakandi yfir þeim tækifærum sem eru í boði. Það er eingin ástæða að vera í afleiðuútreikningum fram til ársins 2020 ef við komumst ekki yfir í ári 2009, nema með því að verðfella alla vinnu sem unninn er innanlands um tugi prósenta, þá væri hægt að segja valdhöfum að stinga þessu stöðugleika inní Seðlabankann og loka á eftir og leggja svo á og mæla um að það komist enginn yfir hann nema þeir sem þar eru innandyra og fuglinn Fönix.
Þetta er ekki ásættanleg vinnubrögð því miður, það er mjög svo ört vaxandi vandamáli í landinu sem skiptir almenning miklu máli sem verður að taka á sem fyrst, helst í fyrra. Ég ætla að fullyrða ef þessir sömu einstaklingar væru í áhöfn á skipi væri það ekki farið á sjó enn því það viðrar ekki til veiða, og líklega er ekki hægt að fiska neina fiska í þessu veðri þannig að við skulum bara vera heima og sjá hvenær það gæti hugsanlega orðið góður afli þegar lægir í nánustu framtíð.
Þetta evrutal hefur tekið of mikla vinnu frá því sem þarf að fara að vinna í að gera styrkja krónuna með öllum ráðum, ekki leysa bankana til okkar vera með þá fljótandi og láta þá fljóta áfram, en gefa almenningi kost á að sjá fram úr framtíðinni með eðlilegri reisn.
Ég leyfi mér að tala eins frjálslega um þessi mál og mér sýnist, því á endanum verðum við öll farin að skilja þetta, og skoðum þetta tímabil í sögu landsins sem lakasta stjórnmálaár í sögu landsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2008 | 23:29
Greidd skuld glatað fé.
Ég get því miður ekki annað séð en að bankarnir séu búnir að taka skortstöðu gagnvart íslenskri krónu því miður. Þeir fella krónuna á þessum tímapunkti til að ná að sýna meira af eigið fé á uppgjörinu.
Er ekki kominn tími til að skoða hvað er það sem veldur þessari niðursveiflu á 3 mánaðar tímabili? Þarf grunnskólabarn til að sjá út úr þessu eða er fókusinn svo mikill erlendis að það er ekki gefin dýrmætur tími í að rannsaka þetta atriði.
Eru bankarnir farnir að forða sér undan ábyrgðinni með því að greiða ekki skuldir sínar í von um að þetta komi upp fljótlega vegna aðgerða sem gripið var til í BNA í síðustu viku, en er það komið í gegn, það var komið í dag um 17:30 en svo komu fréttir af því að það að það væri ekki búið að ná samkomulagi kl.18:00. Ég vona innilega að BNA takist að gera eitthvað af viti til að minnka þessa óvissu sem ríkt hefur á markaðnum í nærri 20 mánuði, eða frá því að þessi vafningsbréf komu upp á yfirborðið.
Það er kannski best að hugsa sem svo að með því að greiða ekki skuldirnar gæti verið að þær lækki fljótlega, þess vegna datt mér þetta í hug Greidd skuld, glatað fé
Meira síðar....
FB..
Bloggar | Breytt 26.9.2008 kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 00:39
Næst gæti það verið Breskur banki
Það hefur mikið gengið á síðan á mánudagsmorgunn, en hvort AIG féll svo í verði vegna þess að ManUn tapaði fyrir Liverpool á helginni er ég ekki viss um að það sé ástæðan, vonandi gera stjórnvöld í BNA það að inngripi sínu að þeir setja gæslumann inní fyrirtækið til að fylgjast með fjármálastjórnun innan fyrirtækisins, nokkuð góð hugmynd til að verja svo stórt fyrirtæki.
Við gætum séð banka í Evrópu taka dýfu á næstu 24 til 48 tímum sennilega verður það breskur banki sem hingað til hefur verið talin vera nokkuð sterkur. Þá vaknar sú spurning hvaða íslenski banki var með starfsemi við þann banka? Það eina sem við getum gert er að fylgjast vel með því sem er að gerast erlendis og vona að lífeyrissjóðir hafi ekki verið að fjárfesta í sömu vafningum og þeir aðilar voru að gera nú á síðustu misserum.
Annars er maður bara nokkuð viss um að haustið sé komið miða við veðráttuna, það kvín og singur orðið í vindinum og rigningin lemur á þökum og gluggum, en spennandi dagar framundan samt sem áður.
kannski meira síðar...
FB..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2008 | 22:40
Gæti orðið svartur 15.september
Það er stundum einfalt að meta stöðuna eftir á en nú gæti orðið vendipunktur í fjármála(samdrætti) kreppunni sem ekki átti að vera til né vera væntanleg (einginn óverðurský á lofti).
Ég er ekki að óska mér þessa ástands en hef verið að benda á að þetta væri í uppsiglingu eða í aðsigi.
Þó að Lehman banki sé ekki starfandi hér á landi koma áhrif á falli hans til með að hafa enn frekari áhrif á íslenska hagkerfið, til hins verra.
Eitt er víst að fjármálastjórnendur líferyissjóðanna verða ekki síður baggar á sjóðunum en öryrkjar voru taldir vera af einmitt þeim sömu aðilium, þeir kröfðust þess að sjóðirnir yrðu aflúsaðir af þessum sjóðsfélögum, þannig að það hlýtur að koma út úr þessari niðurskráningu á lífeyrisréttindum hina almenna sjóðsfélaga.
Það er reyndar eitt atriði sem gæti gerst einnig það er að trúverðuleiki fjármálafyrirtækja hlyti afhroð og að okkar fjármálafyrirtæki gætu lent í enn verra endurfjármögnunar umhverfi, sem hingað til hefur verið talið vera slæmt ástand.
meira síðar.....
FB..
Bloggar | Breytt 15.9.2008 kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2008 | 18:00
Hvað ef, er mjög gott að segja eftir á.
Við sjáum það í dag að það væri þjóðhagslega séð mjög hægkvæmt ef Kaupþing færi úr landi með allt sitt að meðtalinni áhættunni sem þeirra starfsemi fylgir. Gefum okkur að Davíð Oddsson hafi nú ekki sett sig svona mikið upp á móti því þegar Kaupþing vildi breyta eða færa uppgjör sitt yfir í evrur, þá hefði íslenska krónan losnað undan þeirri áhættu sem fylgir starfsemi Kaupþings og dýfan hefði orðið mun minni, kannski enn minni því eflaust hefðu fleiri fyrirtæki fylgt í kjölfarið, þá hefði markaðurinn hin marg umræddi tekið fram fyrir hendurnar á stjórnvaldinu sem er valdhöfum á hverjum tíma alls ekki að skapi, með þeim hætti að auka hefði þurft gjaldeyrisforða landsmanna vegna þessa þarfa sem bankakerfið var búið að koma framfæri.
Davíð Oddson er góður stjórnandi en hann er ekki mikill hagfræðingur því hann vill ætíð að allt sé eins og hann vill að það verði, það er bara þannig með suma hluti þeir hafa sjálfstæðan vilja sem erfitt er að sjá fyrir.Við eigum eftir að sjá dýpri niðursveiflu en sennilega heldur hagkerfið sér gangandi meðan það verður ekki stórfellt atvinnuleysi, en um leið og það gerist að það fer að vanta atvinnu kemur stór skriða sem fer með íslenskt samfélag langt niður og allur sá ávinningur sem unnist hefur á síðustu árum hverfur.Fólk er að draga saman í neyslu og borga sínar afborganir meðan það hefur vinnu en um leið og sú forsenda hverfur verður hrun á íslensku hagkerfi. Afskriftir Banka (Fjárfestinga fyrirtækja) koma þá til með að aukast vegna vanskila og þá verður róðurinn orðin töluvert erfiðari en hann er í dag.
Framleiða, framleiða, framleiða og enn og aftur framleiða. Þetta eru góð og gild rök en því miður er það bara að verða of seint, því framleiðendur út í heimi eru farnir að draga saman í innkaupum á hrávöru. Ástæðurnar eru misjafnar sumir trúa einfaldlega ekki að verðið á framleiðsluvörunni haldi áfram að hækka, þeir eru því farnir að draga úr framleiðslu til að sitja ekki uppi með allt of dýra framleiðslu vöru þegar markaðurinn neitar að greiða svona hátt vöruverð á framleiðslunni. Aðgengi að fjármangin hefur einnig áhrif þar sem það er dýrt og erfitt að nálgast það sem leiðir af sér dýrari framleiðsluvöru sem verður svo ekki hægt að losna við nema á verði sem er undir framleiðslukostnaði.Plasmaskjáir eru ekki tæki til að meta efnahagsástand það er nokkuð víst meðan skatta kerfið er eins og það er. Það er regin hneyksli að það skuli vera fleiri þúsund mans á Íslandi sem greiðir ekki til samfélagsins sem það býr í, það bara gengur ekki upp því miður í mínum huga. Þessu fólki munar ekkert um að kaupa Plasmaskjái og annan tækjabúnað, sem hin venjulegi almenni launþegi er að láta sig dreyma um að eignast þegar þeir lækka í verði innan næstu 10 ára.
meira síðar....
FB...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2008 | 22:53
Aðeins mýkri mál
Ég var henni töluvert efriður og baldinn (sennilega rítalína barn í dag) sem unglingur en ég bar allatíð mikla virðingu fyrir henn og geri enn. Hún kendi mér góða siði og reyndi eftir sinni bestu vitund að koma mér til manns og mennta. Menntun var í hennar augum ekki nauðsynleg en að vinna var það sem hver maður skildi gera og halda sér við að framkvæma hana.
Nú eru liðin 101 ár frá fæðingu hennar og mér finnst stundum enn að hún standi hjá mér og segi einhver blíðleg orð við mig þó að það komi fyrir að mér finnist að hún segi við mig hvaða slugsaragangur er þetta í þér Figgi minn þú getur þetta alveg, það er bara að byrja þá sérðu að þú kannt þetta allt, en þú þarft að byrja fyrst ekki gleyma því.
Hún á semsagt afmæli í dag 9.ágúst hún Ágústa Jónsdóttir og hefði orðið 101 árs og ég hef verið að hugsa mikið til hennar í dag, hvort hún væri ekki bara sátt við hann Figga sinn og það sem hann hefur verið að gera síðustu árin. Ég held að svo sé því það er orðið svo lagnt síðan ég fann fyrir henni síðast þannig að hún hefur ekki haft neinar ástæður til að koma og beina mér inná réttar brautir.
FB.... ekki meira um þetta að sinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2008 | 14:50
Glitnir á að greiða laun starfsmanna Mest
Þeir starfsmenn Mest sem sagt var upp störfum og fengu ekki laun sín greidd eiga að gera kröfu á hendur Glitni samkvæmt lögum nr. 72/2002.Lögin eru byggð á tilskipun Evrópusambandsins og þau eru ófrávíkjanleg þannig að ekki er hægt að semja sig undan þeim.
Aðilaskipti að fyrirtæki geta orðið með ýmsu móti, eins og á grundvelli kaupsamnings, leigusamnings eða annarskonar samnings eða ákvörðunar (yfirtaka á rekstri eins og Glitnir gerði) sem felur í sér framsal á rekstri frá einum atvinnurekanda til annars. Samruni fyrirtækja flokkast því undir aðilaskipti í skilningi laganna.
Á atvinnurekanda hvílir upplýsingaskilda vegna aðilaskiptanna. Starfsmenn eiga rétt á upplýsingum um eftirfarandi atriði:
Dagsetningu aðilaskiptanna
Ástæðu sem liggja til grundvallar aðilaskiptanna
Lagaleg, efnahagsleg og félagsleg áhrif aðilaskiptanna fyrir starfsmenn
Hvort einhverjar ráðstafanir vegna aðilaskiptanna séu fyrirhugaðar í sambandi við starfsmenn.
Við aðilaskipti færast réttindi og skyldur atvinnurekanda samkvæmt ráðningasamningi sem fyrir hendi er á þeim degi sem aðilaskipti eiga sér stað yfir til hins nýja atvinnurekanda.
Lögin kveða á um að atvinnurekanda sé óheimilt að segja starfsmanni upp störfum vegna aðilaskipta nema efnahagslegar, tæknilegar eða skipulagslegar ástæður séu fyrir hendi sem hafi í för með sér breytingar á starfsmannahaldi fyrirtækisins.
Nýjum atvinnurekanda ber að virða launakjör og starfsskilyrði samkvæmt kjarasamningi með sömu skilyrðum og giltu fyrir fyrri atvinnurekanda. Áunnin réttindi starfsmanna, eins og orlofsréttindi eða veikindaréttur, flytjast jafnframt með yfir til nýs atvinnurekanda.
Einnig má benda á dóm Hæstaréttar nr.165/2002 sem má staðfæra á þetta mál þó að það sé ekki nákvæmlega eins og þetta mál.FB.... meira síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.8.2008 | 00:12
Bubbi Góður!
Ég myndi taka ofan minn hatt ef hann væri ekki löngu tíndur með öllum prikakassanum, en þetta er bara ein af þeim stundum sem allir þurfa að upplifa og sannreyna þvílíkan dýrðar anda og samkennd sem þarna kemur svo ólýsanlega fram, og Dansinn dunar enn framá morgunn og göngum síðan saman götuna..............Ég veit þú kemur í kvöld til mín....... Þjóðhátíð kemur aftur að ári og ég skora á alla þá sem ekki hafa þegar upplifað þennan atburð að taka frá daga til að ná þessu sem ekki er hægt að lýsa með orðum.
FB.. meira síðarBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)