Ótrúleg samsetning í kvöldfréttu RUV í gær.

Það var frekar ótrúleg samsetning í kvöldfréttum RUV, fyrst var sagt frá grein Ingibjarga sem hún skrifaði í Morgunblaði um það að annað hvort yrði að pakka í vörn eða ganga inní ESB.
Næsta frétt á eftir var viðtal eða umfjöllun um dreifbíliserindreka ESB. Það kom fram að hinar dreifðubyggðir landsins þyrftu ekki að hafa áhyggjur eftir að landið væri komið inní ESB, því það væri séð fyrir því fólki með miklum styrkjum.
Er það markmiðið að dreifbýlið verði á styrkjum í framtíðinni frá ESB. Það fólk sem enn býr úti á landi hefur ekki trúað þessari bólu sem fram fór á Höfuðborgarsvæðinu og er því ekki eins ylla statt og höfuðborgarbúar.
Mér fannst þetta bara lýsa því viðhorfið sem ég hef orðið var við gagnvart okkur landsbyggðar fólki, að við séum böggull á höfuðborgarbúum og að við séum ekki inní þessum æðislegu tækifærum sem standa til boða á því svæði.
Hvað nú þegar öll tækifærin eru farin og ef ekki kemst þokkalegt jafnvægi á þessi mál hjá stjórnvöldum verður ástandið enn verra.
meira síðar.
FB..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband