Hvað varð til þessa gjörnings?

Hvað varð til þess að valdhafar (takið eftir ekki stjórnvöld) tóku sér fyrir hendur að fara út í þennan gjörning? Jú að því er virðist okkur almenningi að Glitnir bað um þessa aðstoð eða fór fram á hana.
Við skulum aðeins skoða hvað var um mikið fjármagn að ræða sem hvarf út í haust blíðuna. Skráðir fjölda hluta í Glitni er 14,9 milljarðar hluta á eina krónu hver hlutur. Gengi hluta var í síðustu skráðum viðskiptum 15,70 kr á hlut þetta gefur verðmæti uppá 234 milljarðakróna, og ef 84 milljarðar er 75% af núvirði bankans er verðmæti hans 112 milljarðar samkvæmt þessu forsendum sem gefut 1,879 krónu á hlut, sem er lækkun upp á um 88%, þó er rétt að taka það fram hér að þessi gjörningur gæti lækkað verðið enn frekar til skamms tíma litið.
Ég vona að við fáum að vita ástæðuna fyrir þessari stöðu bankans og hvers vegna hann gat ekki endurfjármagnað sig. Þar hlýtur að koma til eignasafn bankans hafi ekki verið nægjanlega tryggt eða eignirnar hafi þótt vera of áhættusamar.
Það þarf ekki nein vísindi til að sjá að þetta kemur til með að hafa áhrif á önnur fyrirtæki eða hlutafélög. Ég vona að þessi fjármögnun komi til með að bera góða ávöxtun fyrir hluthafa Glitnis eftir daginn í dag, og ætti vonandi að gera mönnum grein fyrir því reglugverkið þarf að vera mun virkara en hingað til hafa verið borin á borð fyrir almenning.
meira síðar....
FB..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Já Friggi  þetta er alveg makalaust að verðgildi hlutafjár Glitnis hafi á einni nóttu lækkað úr 234 milljörðum í 28 milljarða.

En það sem ég spyr frekar að núna (því að mér er skítsama um hlutafjáreigendur í Glitni) hvað mun gerast núna þegar 84 milljarðar af gjaldeyrisvarasjóði landsins hverfur út úr Seðlabankanum.  Hvert fer krónan?

Sigurður Jón Hreinsson, 1.10.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Krónan fer ekki neitt Siggi minn því það verður sóttur töluverður slatti að aðstoð frá Alþjóða galdeyrissjóðnum, það verður leytað eftir neyðarhjálp til að koma gjaldmiðlinum aftur uppá 140 stig.

Á mánudag var verðmæti þessar 84 milljarða 84 milljarðar en í dag getur þú margfaldað þá tölu með um (4,26-1,879) þá sérðu hvað Ríkið hefur hagnast á þessu, en það bara má ekki gleymast að þessir aðilar treystu ekki Glitnismönnunum, þetta voru allt vel þekktir athafna menn og hafa ekki verið þekktir fyrir að gera það sem þeir lofa.

FB..

Friðrik Björgvinsson, 3.10.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband