Ég óska ekki stjórnleysis

Ég óska mér ekki stjórnleysis en bæði Ingibjörg og Geir eru veik og ættu því að koma sér út úr þessu þrasi sem fyrst. Væntanlega eru það að vinna að áætlun sem á að binda hendur samflokksmenn þeirra fram á vorið.
Það liggur í augum uppi að það þarf að skera niður í útgjöldum Ríkisins en hvar það er málið, á að leggja niður Háskólana og breyta þeim í Einn rikisrekinn, á að fækka skólum á Höfuðborgarsvæðinu með samnýtingu á húsnæði, þetta tekur langann tima að hrinda í framkvæmd en sparnaðurinn yrði mikill því stærsti kostnaðarliður í skólarekstri eru laun starfsmanna.
Við gætum þurft að fella niður styrki til samgangna innanlands, draga úr þjónustu við landsbyggðina með sérfræðiþjónustu, þannig að landsbyggðin þurfi að koma á Kragann eftir þjónustunni.
Ég hef ekkert fyrir mér í þessu en hvar ætla þeir að draga úr þjónustu og framkvæmdum uppá 160 milljarða á þessu ári? Loka RUV, senda alla þingmenn heim í tveggja ára leyfi kauplaust því það eru hvort sem er engin not fyrir þá á Alþingi?
Nei ég geri mér ljóst að það þarf að draga saman en það má bara ekki koma niður á landsbyggðinni sem tók hreinlega ekkert eða á engann hátt þátt í þessu.
Með því að hækka skatta um 10 %, með því að skattleggja fjármálatekjur að fullu eins og um aðrara tekjur? Það yrði sennilega vænlegasti kosturinn. Taka vísitöluna úr sambandi frá 1 október til febrúar 2010. Það er margt hægt að gera til að sporna við þennslunni.
Þetta þýðir einfaldlega að það verður samdráttur og það mjög mikill, það sem stendur út af borðinu er að það þarf að gefa almenningi kost á að sjá fram úr sínum skulda málum og það strax.
Þeir sem hafa verið með lán sín Fryst núna fá engin svör frá sínum viðskiptabanka hvað geris um mánaðrmótin feb,mars. En ef þú ættlar að fá lán í banka verður þú að koma með áætlun til minnst 3 ára ef ekki 5 ára, það er bara ekki hægt meðan þeir gera ekki neitt í þessum málum og vona bara að það lagist, sá tími er liðinn fyrir þó nokkuð laungu síðan, eða um það leiti sem við fórum að skreyta fyrir jólin. Þannig að þið sjáið að þessu fólki hefur mistekist að vinna vinnuna sína, og eins og ég hef marg oft bent á því miður og aftur því miður. Því það væri allra ávinningur að þeim hefði tekist sú fyrirætlan. Hvers vegna þetta tókst ekki var kannski vegna þess að fjármálakerfið var of upptekið að bjarga vinum og kunningjum út úr þessu öngstrætum sem það var komið í vegna leiðbeininga þeirra sjálfra.
mbl.is Niðurstaða á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þingsályktunartillögu sem Vinstri Græn lögðu fram í upphafi þings 2005:

“(5. mál á 132. löggjafarþingi, þskj. 5.)

Með hliðsjón af mikilvægi þess að:
a. verðbólga náist sem fyrst niður fyrir viðmiðunarmörk Seðlabankans,
b. stöðugleiki haldist á vinnumarkaði og kaupmáttur launa verði varðveittur,
c. sjálfbær þróun verði leiðarljós í orku- og atvinnumálum og þróun þjóðlífsins almennt,
d. tryggja útflutnings- og samkeppnisgreinum viðunandi starfsskilyrði,
e. bæta skilyrði til nýsköpunar í atvinnulífinu og til uppbyggingar sprotafyrirtækja,
f. draga úr viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun,
g. viðhalda stöðugleika í fjármálakerfinu og halda aftur af skuldasöfnun heimilanna,
h. jafnvægi náist á nýjan leik í þjóðarbúskapnum almennt,



ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að grípa til eftirfarandi aðgerða:

1. Gefa út formlega yfirlýsingu um að hvorki verði af hálfu opinberra aðila stuðlað að né veitt leyfi fyrir frekari stórvirkjunum né uppbyggingu meiri orkufrekrar stóriðju en þegar er í byggingu, a.m.k. til ársloka 2012. Áhersla verði þess í stað lögð á fjölbreytta smáa og meðalstóra iðnaðarkosti af viðráðanlegri stærð fyrir hagkerfið og aðstæður viðkomandi byggðarlaga.

2. Beina þeim tilmælum til Fjármálaeftirlitsins að hugað verði vandlega að áhættumati í bankakerfinu, svo sem hvað varðar áhrif af snöggri gengislækkun krónunnar eða lækkun fasteignaverðs. Markmiðið verði að hraður vöxtur útlána að undanförnu skapi ekki hættu fyrir efnahagslífið og farið verði yfir eiginfjárlágmörk og áhættugrunn fjármálastofnana í því ljósi.

3. Beina þeim tilmælum til Seðlabanka Íslands að íhuga vandlega að beita aukinni bindiskyldu hjá innlánsstofnunum, a.m.k. tímabundið, til að draga úr þenslu á peningamarkaði og huga að öðrum aðgerðum sem stutt geta viðleitni stjórnvalda til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001.

4. Yfirfara aðferðir við mælingar á þróun verðlags og athuga sérstaklega hvernig vænlegast sé að meta húsnæðiskostnað í vísitölu neysluverðs.

5. Tryggja aðhald í ríkisfjármálum og slá á þenslu með því að leggja fyrir Alþingi nú í haust árið 2005 tillögur um að falla frá eða fresta eftir atvikum a.m.k. hluta þeirra almennu skattalækkana sem lögfestar voru fram í tímann í desember 2004. Í staðinn komi aðgerðir til að bæta stöðu tekjulægstu hópa samfélagsins og barnafjölskyldna.

6. Efna til víðtæks samstarfs við aðila vinnumarkaðarins, samtök bænda, neytenda, öryrkja, og aldraðra, og aðra þá aðila sem efni standa til um aðgerðir þessar og þátttöku í að tryggja á nýjan leik efnahagslegan og félagslegan stöðugleika.

Reynir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband