27.9.2007 | 17:01
Gengur vel við Noreg
Það hefur gengið vel að veiða hér innan norskulandhelginar og fer að sjá fyrir endan á þessum túr ekki margir dagar eftir, skulum við vona og að mánudagurinn verði löndunardagur, og þar með einn túr að því loknu hér á þessu annars ágætu veiðisvæði. Þó það séu tíu ár síðan við vorum hirtir af Kystvakten á Sigga gamla þá hefur lítið breyst á þessu skriffinskuflæði, en meðan við gerum ekkert í þessu og höfum gengist við þessari viðleitni, við að hamla veiðum skipa með skeytum og tilskipunum má eiga von á svona uppá komu eins og með Vilhelm.
Ég var í brasi með að skila inná kennsluvefinn verkefnið fór allt í tóma tjöru en það er formatinu að kenna, ég held það. Er að spá í að láta hagfræðina fá frí eftir þetta rugl með skilin því þetta er orðið of mikið, það þarf nú að ná því að ræða málin við Kokkinn það er það minnsta sem hægt er að gera fyrir hann, því hann gerir svo góðann mat að maður veit ekki hvaða munur er á veislumat og matnum hjá honum Palla, það er bara altaf veisla, svo er stórveisla, síðan kemur hátíðamaturinn.
hilsen fra Norge.FB.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 04:40
Innan skerja í Noregi - Tók skyndipróf á netinu?
Við erum í þessum skrifðu orðum að sigla innan skerja í norður Noregi og það er mjög fallegt hér í morgunbyrtunni. Það er samt einkennilegt hvað byggðin er dreyfð meðfram allri ströndinni, töluvert af Hytum og með Bátaskýlum , Það er Norska tilhneigingin.
Annars var það sem að mér finnst svona öðruvísi var að geta tekið skyndipróf á netinu í gærkveldi í Hagfræðinni, það hefði mér aldrei dottið í hug að væri hægt fyrir kannski ekki svo löngu síðan. Tækni sem er til staðar í dag á eftir að umbreyta svo miklu sé litið til framtíðar, svo miklu meira heldur en ég geri mér grein fyrir á þessari stundu, ég held það (þetta skilja þeir sem vilja skilja).
Sjáum hvað gerist í Norge.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 06:31
Komin á sjó og nú ferð það sko að ganga, eða svo skulum við vona...
Ég er nú loksins komin um borð og það liggur við að ég sé búin að vera svo lengi í landi að ég þurfi nýliðafræðslu, en hvað um það þetta hlítur að koma með næstu vakt og þá rifjast þetta allt saman upp aftur.
Það eru eitthverjir Humlar sem hafa tekið sér bólfestu í fríinu sem verða að fjúka á næstu 5 vikum, vinnufötin voru meira að segja eins og þau hafi hlaupið í þvotti, en ég ætla ekki að missa þetta góða straumlínulag alveg strax.
Ferðin austur tók okkur ekki nema um 9 tíma og átti maður bara bátt með að setjast niður í töluverðan tíma á eftir. Við eru Karlmenn og þolum svona ferðalag vel eða þykjumst þola það, þó að við séum allir meira og minna aumir í sitjandanum eftir ferðina.
Það eru bara góðar fréttir af veiðum þannig að þetta ætti að geta orðið skemmtilegt og mikil vinna fram undan, sem er aðstaða sem við viljum að sé þannig, því þá verðum við fljótir að fylla og þannig er bara sjómannahugsunarhátturinn.
Ég mun blogga eitthvað hér á þessari síðu en það verða einnig fréttir á skipssíðunni, ég vona að allir sem lesa þetta taki þetta sem mína þanka en ekki eitthvað utanað komandi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2007 | 18:21
Krít að baki og ekkert nema gleði í huga.
Þá er Krít að baki og ekkert nema gleði og ánægja í huga eftir þessa indælu dvöl, í góðum félagskap og með yndislegum Krítverjum. Þeir infæddu eru ekkert nema gæði í gegn en þegar þeir setjast undir stýri kemur fram eitthver dulið dýrslegt eðli sem lýsir sér best með því að segja að fyrsti réttur sé hnefarétturinn og þú verður bara að sætta þig við það, því þannig er því bara háttað á Krít.
Þegar við fórum í loftið frá Haniaflugvelli var ekki fögur sjón sem blasti við því Grikkland var nær allt logandi, þetta mynti mig á glóandi hraunfláka, margir smá eldar og þó nokkuð margir stærri einnig sjáanlegir, það var erfitt að mynda þetta en ég gerði tilraun til að ná þessu á mynd en vegna speglunar og ljósins í vélinni sést það kannski ekki nógu vel.
Við fórum í ferð sem kölluð er Perlur Krítar og var sú ferð að mínu mati sykurpúðinn í ferðinni, ég er bara of snortinn enn til að fara að rekja hana alla hér og nú en þetta var bara hreinn snild hvernig fararstjórinn Þóra gat flétta saman sögunni inní alla staði í ferðinni. More about that later.
Við verðum að fara aftur þó það verði síðar,
Gamalsettið og fylgihluturinn glöð og ánægð í ferðalok.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 16:49
Sigga er orðin 50 ára og ég ekki.
Dagurinn í dag var yndislegur og kannski sá heitasti en kannski kemur meira en vonandi ekki. Skógareldar hér skammt frá og við eigum vídeó af þyrlunni þar sem hún er að taka vatnið í tunnuna.
Annars var þetta góður dagur Sigga fékk blóm og Champangne frá Lansorode-fólkinu það var snjallt..
Við erum að fara út að borða eftir smá þannig að það kemur kannski meira uppá þegar á líður...+
Gamlasettið og fylgihluturinn....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2007 | 16:25
Það hefur svo margt gerst og meira að segja skógareldar...
Við keyrðum inn til höfuðborgarinnar og það gekk allt vel og slysalaust og kannski merkilegt að við skyldum komast alla leið og finna Centerinn. en það var með herkjum að mér líkaði það sem ég sá mikið af fólki og mikill hiti sem er kannski eins og að vera På Spáni, en þetta er allt fullt af merkjavörubúðum og slíku en verðið er bara eins og heima....
Við komumst út úr höfuðborginni slysalaust en þessi umferð er bara snild, ég var á unda og só sorry... svona gengur þetta fyrir sig á Krít. Við fórum á ströndina í RETHIMNO. miklar öldur og við feðgarnir fórum á JetSki Hjörtur fékk að prufa að keyra en þegar hann henti mér margametra frá tækinu komu gæslumenn og sögðu að ég yrði að keyra og þetta var sko alvöru 1900 kúpic. og ekki hægt að botna nema í nokrarsekúndur... Ég veit ekki hvort við eigum að nefna það hvað við vorum villt þegar átti að komast heim á hótelið um kvöldið en það tók nærri 2 klst. Jæja þetta var bara góður dagur en svo var það næsti dagur,,,,,,LLLLL
Þessi dagur var hefðbundinn og tekin vatnagarðs og Gokart hringurinn. Annað tekur valla að tala um ,,,
Við ákváðum að fara að eina vatninu sem hér er á eyjunni, við leggjum af stað um kl 10:00 keyrum hraðbrautina allann tímann, ég segi við Siggu um kl 10:30 þá erum við að vera komin að vatninu að þarna er eitthver að grilla, en svo segi ég það hefur kvikknað í húsi þarna uppi í fjallinu en svo sáum við að þetta var skógar eldur sem við urðum vitni að að kvikknaði þarna meðan við vorum að' keyra framhjá, verst að hafa ekki tekið mynd í upphafi en ég náði samt mynd svona c.a. 6 mín eftir að hann byrjar..reyni að stetja hana með hér inn. Við fórum niður á ströndinni Í Gergioúpolis þar sem við vorum búin að ákveða að eyða deginum en þar var svo mikil brunalygt og hreinlega öskufall að við ákváðum að fara aftur til Afrata og snorka þar, við sáum þegar þyrlurnar voru að fylla fötunar og tókum myndir kannski koma þær líka hér inn,,,
Dagurinn í dag var rólegur komnir nýir landar á hótelið og allt í góðu með það..
smá viðbót sem kemur þá bara síðar að við setjum inn myndir af þessu öllu þá bara þegar við komum heim...
Gamlasettið og Fylgihluturinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2007 | 15:59
Það verður sko engin rúta það verður sko langferðabíll...
Við byrjuðum daginn á að gera ráð fyrir legu við Poolið en svo kom bílaleigubíllinn, og það var sko engin púta heldur 8 manna Fíat, mér leist nú ekki meira en svo að keyra þetta hér í þessari klikkuðu umferð þar sem hnefarétturinn er fyrstirétturinn svo er bara notast við smá skinsemi í bland.
Við keyrðum gmala vegin í vestur eftir eyjunni við fórum útaf hefðbundinni leið við Kolinbari og fórum í gegnum þorp sem heitir Afrata og enduðum þar á stórglæsilegri strönd en tíminn var ekki hagstæður fyrir sjóböð þar sem þarna var algjör steykk en það var fallegt. við héldum áfram vestur til Kostelli Kisamau, það borðum mjög svo lélegt beikon og egg en fórum samt aðeins í sjóinn, Komum svo við á Plathanias ströndinni og þar var sko líf og mannfjöldi á þeirri strönd. VIÐ HÖFUM EKKI BRUNNIÐ HINGAR TIL, SEM er kannski eins gott. Hitinn í dag var í kringum 36°C en það var kannski 32°C vestur frá enda mikill vindur þar..
Við komum til bóls um kl 18:00 og erum að hugsa hvernig við ætlum að fara að borða í kvöld en sennilega verður þar hér innan hreppamarka..
Gamlasettið og Fylgihluturinn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2007 | 20:53
Enn og aftur er veðrið gott 37°í dag.
Enn og aftur varð verðrið glæsilegt í dag. Við fórum snemma á fætur eða um 08:00 og vorum komin niður að laug um kl níu. Busluðum og svömluðum fram að 16:00 fórum þá á ströndina og snorkuðum fram til 1900,
Fengum okkur að borða á Andreas. sem er við hliðina á Malu og var maturinn brjálaðislega góður og var undirritaður eins og 8 mánaða meðgöngukona að lokinni máltíðinni.
Meira síðar.+
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2007 | 14:15
ég í sundi með bros á vör
Svona er á Krít.+
Vaknað snemma í dag um kl 08 komin á bekkina um kl hálf tíu. Ása frænka á afmæli í dag 71 árs og hin á afmæli þann 16.
Við fengum SMS í dag frá Völu þar sem kom vel fram ferðaáhugi íslendinga...40,000 manns á leið úr ódýrri veislu á Dalvík....
Hér er brjálað veður 36 gráður og nánast engin vindur sem er slæmt því hitinn er til staðar en vindinn þarf til að þola hitann...
Meira síðar
Gamlasettið og fylgihluturinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 10:49
Ferdin a Krit.
Til utskyringar er rett ad geta thess ad her er ekki haegt ad nota islenska stafi :)
Firyn fra Keflavik kl 1405 i sol og godu flugvedri. Allt kostadi i velinni nema ad fara a WC, en hann var bara godur. skjarinn sem vid saum myndina af var frekar dapur en plassid a milli saetana var hins vegar mjog mikid. Sjoraeningjamynd og thurfti tvo litla bauka til ad klara matinn, teknar verkjatoflur og reynt ad sofna, Hjortur hnipti i mig thegar ljosavelin var farinn i gang en tha var eg buin ad na kannski einni og halfri klst.
Klukkan 1650 erum vid yfir Hollandi og var mikid skyggni tha saum allt sudur a Span a timabili.
Vid lendum a Krit kl 1950 i 26`hita og toluverdum vindi. Lendingin var agaet en hun var bresk og ekki eins god og hja theim islensku.
Thegar vid vorum ad leggja af staf fra flugvellinum kom upp sama vandamal og sidast t.e.a.s. toskuruglingur, en nu voru thad undirritadur sem hafdi tekid toskuna fra ofur kurteisri stulku, Johonnu leiddist thetta ekki og var ekki lengi ad kalla a Sigridi og spyrja hvort hun vaeri med rettar toskur.
Vid vorum komin til bols um kl 0030 a stadartima, snaeddum snarl a Hotelbarnum og vorum farin i koju um 0130
Vaknad um kl 1000 stadartima 0700 hja ykkur. Farid i skonnunar leidangur til ad vera viss a stadsetningum og snaeddur morgunmatur a Farmers Kitchen.
Gamlasettid og Fylgihluturinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)