Færsluflokkur: Bloggar
29.12.2007 | 17:57
Fjármálaveröld með ellilífeyrir á markaði.
Ég er ekki viss um að sjóðirnir eigi að vera á þessum áhættumarkaði því lífeyrisjóðir eru okkar ellilaunatrygging. Ég sem neytandi er algjörlega háður því að þessir sjóðir ávaxti það fé, sem ég er skildugur að greiða þeim, sem allra mest.
Það er ekki svo mjög langt síðan að öryrkjum var kennt um laka afkomu sjóðanna, þá átti að aflúsa sjóðina af þeim hópi því það var áþreifanlegt. Þó eru sjóðirnir byggðir upp sem samtryggingarsjóðir. Verðum við þá ekki að gera ráð fyrir að það sama verði gert við þá aðila sem settu saman ávöxtunarkörfurnar fyrir sjóðina.
Við höfum því miður ekki neina tryggingu fyrir okkar ellilífeyrir með lágmarksávöxtun og án skerðingar á réttindum við erum háðir þessum fjármála-ellilífeyris-markaði. Það er ekki ásættanlegt að hafa ekki val um hvernig við teljum sjálf hvernig okkar ellilífeyrir komi til með að ávaxta sig best. Það á að vera okkar val hvernig við sjáum fyrir okkur okkar efriár, því þetta eru okkar fjármunir sem verið er að spila með á markaðinum.
Ég læt hér fylgja alveg einstakar upptökur sem segja miklu meira en nokkur orð hvert skot er um 8 mín.....
http://www.youtube.com/watch?v=SJ_qK4g6ntM&feature=related
Síðan koma yfirvöld að málinu og þá var ekki annað en að lofa það sem þá var gert.
http://www.youtube.com/watch?v=axAjb6fDsPY&feature=related
Þátttaka lífeyrisjóðana í þessu á eftir að koma betur í ljós en vonandi verður það til að skapa öruggara umhverfi okkar ellilauna.
Ávöxtun lífeyrissjóða á núlli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 11:54
Ekki gera ekki neit?
Þetta er góð lesning þó hún eigi kannski ekki beint við okkar tilveru eins og er en ég sé samt sem áður tilhneigingu samfélagsins í þessa átt engu að síður.
It seems he was always around in my early years but less and less as time passed by.
Today I read his obituary.
Please join me in a moment of silence in remembrance, for Common Sense had served us all so well for so many generations.
No one knows for sure how old he was since his birth records were long ago lost in bureaucratic red tape.
He will be remembered as having cultivated such valuable lessons as knowing when to come in out of the rain, why the early bird gets the worm, life isn't always fair, and maybe it was my fault.
Reports of a six-year-old boy charged with sexual harassment for kissing a classmate; teens suspended from school for using mouthwash after lunch; and a teacher fired for reprimanding an unruly student, only worsened his condition.
Common Sense took a beating when you couldn't defend yourself from a burglar in your own home and the burglar can sue you for assault.
She spilled a little in her lap, and was promptly awarded a huge settlement.
his daughter, Responsibility;
and his son, Reason.
I Know my Rights,
Someone Else is to Blame,
and I'm a Victim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2007 | 13:01
Hvað svo?
Það er svolítið skrítin tilfinning að ljúka svona törn eins og er búin að vera á nærri hálfraraldar gömlum einstakling undan farið, en hún á eflaust eftir að verða mun betri þegar niðurstöður liggja fyrir úr prófunum, það skulum við vona. Ég gerði eins og ég gat og meira var ekki hægt að gera á þessum tímapunkti, þannig að ég get alveg verið sáttur við hvaða niðurstöðu sem verður.
Þetta efni sem við höfum verið að læra um, hefur tengst svolítið því sem er að gerast í tilverunni á sama tíma, sem hefur aukið töluvert á skilninginn á náminu. Áður en ég hóf þetta nám hafði ég ekki spekúlerað mikið í fjármálum einum og sér, var svona nokkurnveginn viss hvað var mikill yfirdráttur sem stóð út af borðinu og var svo sem ekkert að velta mér mikið uppúr því, en eftir þenann pakka sér maður að það skiptir bara töluverðu um þau lífsgæði sem maður sem einstaklingur hefur úr að spila.
Ég ætla ekki að fara predikka mikið um Hagfræði eða Fjármál Fyrirtækja heldur ætla ég að láta hér leirburð sem ég hef skrifað á eitt glærusettið, hef sennilega verið orðin leiður á glæruinnihaldinu, ég held að ég geti aldrei gert svona lagað nema þegar ég er að reyna að losna undan eitthverju öðru sem ég þarf að gera.
Hagfræði - Fjármál Fyrirtækja
Hagfræði er ætíð þekkt
fyrir mikla speki
Jaðarinn er ekki trekt
og líklegt að hann leki
Raunvirði á milli bil
og árin reiknuð þannig
Það sem var er ekki til
en núvirði eru meiri gæði.
Línuhugsun
Hver og einn fyrir sig
einn sem allir fyrir mig
Hugsar hver um sjálfan sig
allir nema bankinn.
Hver og einn sér um sig
gerðu ekkert fyrir mig.
Safnar öllu undir sig
sérstaklega bankinn.
Vextir þróast upp um stig
ekki spá hvað það kostar sig
Þetta á að þróast niður á við
segir þetta Bankinn.
Samneysluhugsun.
Sjóðaval fer upp um stig
horfin eru réttindastig
ómagarnir benda á sig
Þetta er snúin kringla
Hver á að hysja upp um þig
ef þú jafnvel brýtu þig
Línuhugsun borga sig
Því safnið þitt mun dingla
Framtíðin sér inní sig
lítu ekki beint á mig
Því þú ættir að vara þig
þegar fervikið fer að hringla.
Höf. Friðrik Björgvinsson 2007.
Þetta skilja kannski ekki allir en ég geri það og nokkurnveginn á þenann hátt....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2007 | 00:00
Stórskipahöfn norðan við Eiðið í Vestmannaeyjum.
Við viljum öll vonandi bæta samgöngur á milli lands og Eyja, við hreinlega göngum út frá því.
Allra besta samgöngubótin væri að fá tvö skip sem myndu sigla á milli Vestmannaeyja Þorlákshöfn og frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja. Til þess að það geti orðið þarf að gera stórskipahöfn fyrir Eiðinu, sem myndi að líkindum kosta svipað og Bakkafjöruhugmyndin. Við skulum ekki hugsa eða einblína of mikið á kostnaðinn í þessu máli strax.Ef við hefðum tvær ferjur sem færu 2 ferðir á dag erum við að tala um 4 ferðir á venjulegum degi, og að ekki væri verið að ferðast nóttuni eða á öðrum ókristilegum tíma (ég fer ekkert nánar út í þá skilgreiningu hér).Þessi höfn norðan við Eyðið myndi einnig geta tekið inn stór farþegaskip ásamt stórum Gámaflutningaskipum.Þessi hugmynd væri að stytta ferðatímann um 15 mínútur í ferð þannig að það er alls ekki ómarkvist að segja að hún geri það einnig í framtíðinni. Þetta gerir það að verkum að ferðatíminn með nýrri 105 metra langri ferju væri vel ásættanlegur eða um 1 ½ til 1 ¾ klukkustundir til og frá Vestmannaeyjum.Framkvæmdirnar yrðu allar hér í Vestmannaeyjum og þær gætu tekið allt að 5 ár í framkvæmdarárum.Það er ekki búið að semja um smíði nýrrar ferju svo ég viti, en til áréttingar er afgreiðslufrestur á vélbúnaði í dag 4 ár, og hefur lengst frekar en hitt.Friðrik Björgvinsson.PS: ég á ekki sumarhús eða starfa í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Þetta er eingöngu miðað við að viðhalda þeiri þjónustu sem við verðum að viðhalda ef við ætlum að vera vænlegur kostur fyrir sjávarútveginn.Meira síðar. þá skulum við skoða kostnaðinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2007 | 17:01
Gengur vel við Noreg
Það hefur gengið vel að veiða hér innan norskulandhelginar og fer að sjá fyrir endan á þessum túr ekki margir dagar eftir, skulum við vona og að mánudagurinn verði löndunardagur, og þar með einn túr að því loknu hér á þessu annars ágætu veiðisvæði. Þó það séu tíu ár síðan við vorum hirtir af Kystvakten á Sigga gamla þá hefur lítið breyst á þessu skriffinskuflæði, en meðan við gerum ekkert í þessu og höfum gengist við þessari viðleitni, við að hamla veiðum skipa með skeytum og tilskipunum má eiga von á svona uppá komu eins og með Vilhelm.
Ég var í brasi með að skila inná kennsluvefinn verkefnið fór allt í tóma tjöru en það er formatinu að kenna, ég held það. Er að spá í að láta hagfræðina fá frí eftir þetta rugl með skilin því þetta er orðið of mikið, það þarf nú að ná því að ræða málin við Kokkinn það er það minnsta sem hægt er að gera fyrir hann, því hann gerir svo góðann mat að maður veit ekki hvaða munur er á veislumat og matnum hjá honum Palla, það er bara altaf veisla, svo er stórveisla, síðan kemur hátíðamaturinn.
hilsen fra Norge.FB.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 04:40
Innan skerja í Noregi - Tók skyndipróf á netinu?
Við erum í þessum skrifðu orðum að sigla innan skerja í norður Noregi og það er mjög fallegt hér í morgunbyrtunni. Það er samt einkennilegt hvað byggðin er dreyfð meðfram allri ströndinni, töluvert af Hytum og með Bátaskýlum , Það er Norska tilhneigingin.
Annars var það sem að mér finnst svona öðruvísi var að geta tekið skyndipróf á netinu í gærkveldi í Hagfræðinni, það hefði mér aldrei dottið í hug að væri hægt fyrir kannski ekki svo löngu síðan. Tækni sem er til staðar í dag á eftir að umbreyta svo miklu sé litið til framtíðar, svo miklu meira heldur en ég geri mér grein fyrir á þessari stundu, ég held það (þetta skilja þeir sem vilja skilja).
Sjáum hvað gerist í Norge.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2007 | 18:21
Krít að baki og ekkert nema gleði í huga.
Þá er Krít að baki og ekkert nema gleði og ánægja í huga eftir þessa indælu dvöl, í góðum félagskap og með yndislegum Krítverjum. Þeir infæddu eru ekkert nema gæði í gegn en þegar þeir setjast undir stýri kemur fram eitthver dulið dýrslegt eðli sem lýsir sér best með því að segja að fyrsti réttur sé hnefarétturinn og þú verður bara að sætta þig við það, því þannig er því bara háttað á Krít.
Þegar við fórum í loftið frá Haniaflugvelli var ekki fögur sjón sem blasti við því Grikkland var nær allt logandi, þetta mynti mig á glóandi hraunfláka, margir smá eldar og þó nokkuð margir stærri einnig sjáanlegir, það var erfitt að mynda þetta en ég gerði tilraun til að ná þessu á mynd en vegna speglunar og ljósins í vélinni sést það kannski ekki nógu vel.
Við fórum í ferð sem kölluð er Perlur Krítar og var sú ferð að mínu mati sykurpúðinn í ferðinni, ég er bara of snortinn enn til að fara að rekja hana alla hér og nú en þetta var bara hreinn snild hvernig fararstjórinn Þóra gat flétta saman sögunni inní alla staði í ferðinni. More about that later.
Við verðum að fara aftur þó það verði síðar,
Gamalsettið og fylgihluturinn glöð og ánægð í ferðalok.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 16:49
Sigga er orðin 50 ára og ég ekki.
Dagurinn í dag var yndislegur og kannski sá heitasti en kannski kemur meira en vonandi ekki. Skógareldar hér skammt frá og við eigum vídeó af þyrlunni þar sem hún er að taka vatnið í tunnuna.
Annars var þetta góður dagur Sigga fékk blóm og Champangne frá Lansorode-fólkinu það var snjallt..
Við erum að fara út að borða eftir smá þannig að það kemur kannski meira uppá þegar á líður...+
Gamlasettið og fylgihluturinn....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2007 | 16:25
Það hefur svo margt gerst og meira að segja skógareldar...
Við keyrðum inn til höfuðborgarinnar og það gekk allt vel og slysalaust og kannski merkilegt að við skyldum komast alla leið og finna Centerinn. en það var með herkjum að mér líkaði það sem ég sá mikið af fólki og mikill hiti sem er kannski eins og að vera På Spáni, en þetta er allt fullt af merkjavörubúðum og slíku en verðið er bara eins og heima....
Við komumst út úr höfuðborginni slysalaust en þessi umferð er bara snild, ég var á unda og só sorry... svona gengur þetta fyrir sig á Krít. Við fórum á ströndina í RETHIMNO. miklar öldur og við feðgarnir fórum á JetSki Hjörtur fékk að prufa að keyra en þegar hann henti mér margametra frá tækinu komu gæslumenn og sögðu að ég yrði að keyra og þetta var sko alvöru 1900 kúpic. og ekki hægt að botna nema í nokrarsekúndur... Ég veit ekki hvort við eigum að nefna það hvað við vorum villt þegar átti að komast heim á hótelið um kvöldið en það tók nærri 2 klst. Jæja þetta var bara góður dagur en svo var það næsti dagur,,,,,,LLLLL
Þessi dagur var hefðbundinn og tekin vatnagarðs og Gokart hringurinn. Annað tekur valla að tala um ,,,
Við ákváðum að fara að eina vatninu sem hér er á eyjunni, við leggjum af stað um kl 10:00 keyrum hraðbrautina allann tímann, ég segi við Siggu um kl 10:30 þá erum við að vera komin að vatninu að þarna er eitthver að grilla, en svo segi ég það hefur kvikknað í húsi þarna uppi í fjallinu en svo sáum við að þetta var skógar eldur sem við urðum vitni að að kvikknaði þarna meðan við vorum að' keyra framhjá, verst að hafa ekki tekið mynd í upphafi en ég náði samt mynd svona c.a. 6 mín eftir að hann byrjar..reyni að stetja hana með hér inn. Við fórum niður á ströndinni Í Gergioúpolis þar sem við vorum búin að ákveða að eyða deginum en þar var svo mikil brunalygt og hreinlega öskufall að við ákváðum að fara aftur til Afrata og snorka þar, við sáum þegar þyrlurnar voru að fylla fötunar og tókum myndir kannski koma þær líka hér inn,,,
Dagurinn í dag var rólegur komnir nýir landar á hótelið og allt í góðu með það..
smá viðbót sem kemur þá bara síðar að við setjum inn myndir af þessu öllu þá bara þegar við komum heim...
Gamlasettið og Fylgihluturinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2007 | 15:59
Það verður sko engin rúta það verður sko langferðabíll...
Við byrjuðum daginn á að gera ráð fyrir legu við Poolið en svo kom bílaleigubíllinn, og það var sko engin púta heldur 8 manna Fíat, mér leist nú ekki meira en svo að keyra þetta hér í þessari klikkuðu umferð þar sem hnefarétturinn er fyrstirétturinn svo er bara notast við smá skinsemi í bland.
Við keyrðum gmala vegin í vestur eftir eyjunni við fórum útaf hefðbundinni leið við Kolinbari og fórum í gegnum þorp sem heitir Afrata og enduðum þar á stórglæsilegri strönd en tíminn var ekki hagstæður fyrir sjóböð þar sem þarna var algjör steykk en það var fallegt. við héldum áfram vestur til Kostelli Kisamau, það borðum mjög svo lélegt beikon og egg en fórum samt aðeins í sjóinn, Komum svo við á Plathanias ströndinni og þar var sko líf og mannfjöldi á þeirri strönd. VIÐ HÖFUM EKKI BRUNNIÐ HINGAR TIL, SEM er kannski eins gott. Hitinn í dag var í kringum 36°C en það var kannski 32°C vestur frá enda mikill vindur þar..
Við komum til bóls um kl 18:00 og erum að hugsa hvernig við ætlum að fara að borða í kvöld en sennilega verður þar hér innan hreppamarka..
Gamlasettið og Fylgihluturinn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)